Innlent

Snælduvitlaust veður í grunnbúðunum hjá John Snorra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Snorri (lengst til hægri) er ánægður með hópinn sinn. Á hægri myndinni má sjá tjöldin í grunnbúðunum.
John Snorri (lengst til hægri) er ánægður með hópinn sinn. Á hægri myndinni má sjá tjöldin í grunnbúðunum. John Snorri

„Veðrið var klikkað í nótt og sum tjöldin þar á meðal eldhústjaldið sprungu,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngukappi. Hópur hans kom í grunnbúðir í gær og bar sig vel. Veðrið í nótt fór hins vegar illa með nýuppsettar búðir.

„Í dag unnum við hörðum höndum á að endurreisa búðirnar okkar. Við færðum þær svolítið og gerðum við öll tjöldin. Nú ættum við að vera búinn undir næsta óveður.“

Enginn klifið fjallið að vetri til

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í 4900 metra hæð í grunnbúðir K2. Þar ætlar John Snorri að hafa bækistöðvar næstu mánuðina á meðan þeir feta sig upp fjallið.

„Það er bæði vindur og ískalt, tuttugu gráðu frost,“ sagði John Snorri á Facebook-síðu sinni í gær. Hann sagði hópinn hafa sett upp búðirnar þar sem til stæði að dvelja næstu mánuði. Öllum liði vel og allir ættu að hafa aðlagast hæðinni eftir tvo daga.

K2 er næsthæsta fjall í heimi eftir Everestfjalli. Það er 8.611 metrar að hæð og er í Karakoram-fjallgarðinum á landamærum Kína og Pakistans.

Hann sagði glaður og spenntur fyrir ferðinni sem fram undan er.

„Ég tilheyri öflugum hópi sem ég hlakka til að vinna með.“

John Snorri stefnir á að skrá sig í metabækurnar með því að sigrast á K2 að vetrarlagi fyrstur manna. Hann hefur áður toppað fjallið að sumri til. Tilraun hans til að komast á toppinn að vetrarlagi í ársbyrjun tókst ekki.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um hamaganginn sem gekk á í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.