Fótbolti

Meistara­taktar Bodø en Strøms­godset varð af mikil­vægum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hægri bakvörðurinn, Alfons, í leik með Bodø fyrr á leiktíðinni. Hann hefur slegið í gegn á leiktíðinni í meistaraliðinu.
Hægri bakvörðurinn, Alfons, í leik með Bodø fyrr á leiktíðinni. Hann hefur slegið í gegn á leiktíðinni í meistaraliðinu. Heimasíða BODØ

Margir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni í norska boltanum í dag.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Bodø/Glimt sem sýndi meistaratakta í 5-2 sigrinum á Stabæk á heimavelli í þriðju síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar.

Bodø er með 75 stig á toppi deildarinnar en Molde sem er í öðru sætinu er með 53 stig. Alfons kom ekki að einu af mörkum Bodø í dag sem varð norskur meistari í síðasta mánuði.

Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Brann gegn Sarpsborg. Brann er í ellefta sætinu með 32 stig.

Jóhannes Harðarson og lærisveinar í Start töpuðu 1-0 fyrir Mjöndalen á útivelli. Start er í 13. sætinu en fjórtánda sætið fer í umspil um sæti í deildinni á næstu leiktíð.

Start er stigi á undan Strømsgodset sem gerði 2-1 jafntefli gegn Haugesund. Valdimar Ingimundarson spilaði í 71 mínútu en Ari Leifsson kom inn á síðustu tuttugu mínúturnar.

Viðar Ari Jónsson spilaði í 25 mínútur og Emil Pálsson tíu mínútur er Sandefjord gerði 2-2 jafntefli við Víking í Íslendingaslag. Samúel Kári Friðjónsson spilaði allan leikinn fyrir Viking en Axel Óskar Andrésson var ónotaður varamaður.

Viking er í 6. sætinu með 43 stig en Sandefjord er með 32 stig í ellefta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×