Svala stendur þétt við bak kærastans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 17:34 „Þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala. Instagram/@svalakali Svala Björgvinsdóttir söngkona segir kærasta sinn eina yndislegustu manneskju sem hún þekki. Þetta segir Svala á Instagram-síðu sinni þar sem hún bregst við fréttaflutningi af ákæru á hendur kærastanum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. „Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala. DV greinir frá því að héraðssaksóknari hafi ákært Kristján fyrir hótanir í garð lögreglumanna í desember í fyrra. Sömuleiðis kemur fram í frétt DV að Kristján hafi um svipað leyti hlotið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir hegningarlagabrot. Í skilaboðunum, sem Svala birtir á Instagram vitnar hún í Kristján. Þar segist hann ósköp venjulegur maður sem vinni við sjómennsku og eigi barn. Segist hafa unnið markvisst í sjálfum sér „Ég á mína fortíð sem að hluta er óuppgerð,“ segir meðal annars í skilaboðunum. Þar segist Kristján þá ekki hafa átt að venjast því að fjölmiðlar fjalli um hann eða hans verk. Það hafi hins vegar breyst eftir að hann byrjaði með Svölu. „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég,“ segir í skilaboðunum. Þar kemur jafnframt fram að Kristján ætli sér ekki að fjalla sérstaklega um málið af tillitssemi við aðila þess. Þá segir Kristján að tilgangur skrifa DV hafi verið að vekja athygli á fortíð hans, vegna þess hver kærasta hans er. „Fortíð mín er ekki fréttir fyrir kærustu mína eða fjölskyldu hennar. Um hana vita þau og um fortíð mína hef ég verið opinn þeim sem hún skiptir.“ Þá segist Kristján telja að umfjöllun um fortíð hans vegna tengsla hans við Svölu lýsi brengluðu fréttamati. Hann dragi ekki fjöður yfir fortíð sína, né geti hann breytt henni. Þá segist hann vona að DV og aðrir fjölmiðlar sem kjósi að fjalla um málið „beri gæfu til þess að horfa til þess hver ég er í dag.“ Trúir á það góða og dæmir ekki Svala tjáir sig um málið og greinilegt að Kristján Einar á gott bakland í kærustu sinni. Svala deilir mynd af parinu með færslu sinni og segir: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala og bætir við að til þess að gera slíkt þurfi viljastyrk, hugrekki og æðruleysi. „Það vita flestallir að ég hef alltaf verið á móti öllu ólöglegu og hef alltaf lifað lífi mínu í ljós og kærleika. Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala að lokum í skilaboðunum á Instagram. Samfélagsmiðlar Dómsmál Ástin og lífið Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala. DV greinir frá því að héraðssaksóknari hafi ákært Kristján fyrir hótanir í garð lögreglumanna í desember í fyrra. Sömuleiðis kemur fram í frétt DV að Kristján hafi um svipað leyti hlotið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir hegningarlagabrot. Í skilaboðunum, sem Svala birtir á Instagram vitnar hún í Kristján. Þar segist hann ósköp venjulegur maður sem vinni við sjómennsku og eigi barn. Segist hafa unnið markvisst í sjálfum sér „Ég á mína fortíð sem að hluta er óuppgerð,“ segir meðal annars í skilaboðunum. Þar segist Kristján þá ekki hafa átt að venjast því að fjölmiðlar fjalli um hann eða hans verk. Það hafi hins vegar breyst eftir að hann byrjaði með Svölu. „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég,“ segir í skilaboðunum. Þar kemur jafnframt fram að Kristján ætli sér ekki að fjalla sérstaklega um málið af tillitssemi við aðila þess. Þá segir Kristján að tilgangur skrifa DV hafi verið að vekja athygli á fortíð hans, vegna þess hver kærasta hans er. „Fortíð mín er ekki fréttir fyrir kærustu mína eða fjölskyldu hennar. Um hana vita þau og um fortíð mína hef ég verið opinn þeim sem hún skiptir.“ Þá segist Kristján telja að umfjöllun um fortíð hans vegna tengsla hans við Svölu lýsi brengluðu fréttamati. Hann dragi ekki fjöður yfir fortíð sína, né geti hann breytt henni. Þá segist hann vona að DV og aðrir fjölmiðlar sem kjósi að fjalla um málið „beri gæfu til þess að horfa til þess hver ég er í dag.“ Trúir á það góða og dæmir ekki Svala tjáir sig um málið og greinilegt að Kristján Einar á gott bakland í kærustu sinni. Svala deilir mynd af parinu með færslu sinni og segir: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala og bætir við að til þess að gera slíkt þurfi viljastyrk, hugrekki og æðruleysi. „Það vita flestallir að ég hef alltaf verið á móti öllu ólöglegu og hef alltaf lifað lífi mínu í ljós og kærleika. Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala að lokum í skilaboðunum á Instagram.
Samfélagsmiðlar Dómsmál Ástin og lífið Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira