Fótbolti

Sex marka jafntefli í toppslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld vísir/Getty

Það vantaði ekki fjörið þegar tvö bestu lið þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta mættust í Munchen í kvöld.

Bayern Munchen og RB Leipzig áttust þar við í uppgjöri toppliðanna. 

Christopher Nkunku kom Leipzig yfir á 19.mínútu en enska ungstirnið Jamal Musiala jafnaði metin fyrir Bæjara eftir hálftíma leik. Thomas Muller kom meisturunum í forystu skömmu síðar en Justin Kluivert svaraði um hæl og jafnaði metin fyrir Leipzig. Staðan í leikhléi 2-2.

Síðari hálfleikur var nýhafinn þegar Emil Forsberg kom Leipzig aftur í forystu en Muller var ekki hættur og jafnaði metin fyrir Bayern á 75.mínútu.

Sættust liðin að endingu á jafnan hlut en Bayern hefur tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Dortmund fékk kjörið tækifæri til að saxa á toppliðinn fyrr í dag en án Erling Braut Haaland féllu þeir á prófinu og gerðu 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt. Dortmund fjórum stigum á eftir toppliði Bayern.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.