Innlent

Fimm handteknir í máli sem talið er tengjast skipulagðri brotastarfsemi

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu frá lögreglu segir að húsleit hafi verið gerð á annan tug staða á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknarinnar.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að húsleit hafi verið gerð á annan tug staða á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknarinnar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fimm vegna umfangsmiklar rannsóknar sem talin er tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin snýr að framleiðslu og sölu fíkniefna og hafa þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að húsleit hafi verið gerð á annan tug staða á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknarinnar. Þá hefur hald verið lagt á ætluð fíkniefni, fjármuni og ýmsan annan búnað sem talinn er tengjast starfseminni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara við rannsóknina og aðgerðirnar. Þar að auki hafa pólsk lögregluyfirvöld og Europol komið að málinu.

Frekari upplýsingar verða ekki veittar um málið að svo stöddu, samkvæmt tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×