Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. desember 2020 07:00 Úr viðtalinu við Kjartan Henry sem var frumsýnt á Kanal 9 um helgina. KANAL 9 SKJÁSKOT Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. Kjartan er nú kominn aftur til Horsens í dönsku úrvalsdeildina eftir að hafa leikið með Vejle í bæði efstu og næstefstu deild. Brottför hans frá Vejle var ekki eins falleg og hann hafði mögulega vonast eftir. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Vejle á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins er liðið fór upp úr B-deildinni. Eftir viðtal sem tekið var við hann eftir leik Vejle gegn AGF á þessari leiktíð spilaði hann hins vegar ekki meira og ákvað hann svo að fara frá liðinu. KR-ingnum var bannað að æfa með aðalliðinu eftir umdeilt viðtal eftir leik gegn AGF snemma á tímabilinu. Í viðtali við Kian Fonoudi á Kanal9 fyrir leik Horsens gegn Vejle um helgina opnaði hann á síðustu dagana hjá síðarnefnda félaginu. Jeg er bare i chok. Kjartan Finnbogason fortæller om sin afsked med Vejle, hvor den tidligere topscorer skulle træne med U19-holdet og ikke måtte spise med sine holdkammerater. Se hele indslaget på https://t.co/DBlTNuHdqD #sldk— Canal9 (@Canal9dk) November 30, 2020 „Ég er með metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði: Hvar á ég að æfa? Hvað á ég að gera? Þeir eiga að hafa einhverjar æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabrettinu eða á hjólinu,“ sagði Kjartan. „Svo átti ég að æfa með U19-liðinu og það var klukkan 7.30 um morguninn því ungu strákarnir voru svo á leiðinni í skólann.“ En hvað gerðist svo? „Þetta er vinnan mín svo ég mæti tveimur dögum eftir að hafa fengið skilaboðin og fer í æfingarsalinn. Svo fer ég og borða í mötuneytinu, sem ég hafði borgað fyrir, með vinum mínum og liðsfélögum.“ Sú máltíð átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Ég fæ símtal frá einum í stjórninni þar sem hann segir að ég eigi ekki að koma upp og borða með liðinu því ég truflaði þá.“ Kjartani fannst þetta kjánalegt. „Ég hló bara. Ég var bara í áfalli,“ sagði Kjartan. Skemmst er frá því að segja að Kjartan skoraði eitt marka Horsens í 3-1 sigrinum á Vejle um helgina. Þetta var fyrsti sigur Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. #erviderbjerne pic.twitter.com/eFnzXTSeCi— AC Horsens (@AC_Horsens) November 29, 2020 Danski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Kjartan er nú kominn aftur til Horsens í dönsku úrvalsdeildina eftir að hafa leikið með Vejle í bæði efstu og næstefstu deild. Brottför hans frá Vejle var ekki eins falleg og hann hafði mögulega vonast eftir. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Vejle á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins er liðið fór upp úr B-deildinni. Eftir viðtal sem tekið var við hann eftir leik Vejle gegn AGF á þessari leiktíð spilaði hann hins vegar ekki meira og ákvað hann svo að fara frá liðinu. KR-ingnum var bannað að æfa með aðalliðinu eftir umdeilt viðtal eftir leik gegn AGF snemma á tímabilinu. Í viðtali við Kian Fonoudi á Kanal9 fyrir leik Horsens gegn Vejle um helgina opnaði hann á síðustu dagana hjá síðarnefnda félaginu. Jeg er bare i chok. Kjartan Finnbogason fortæller om sin afsked med Vejle, hvor den tidligere topscorer skulle træne med U19-holdet og ikke måtte spise med sine holdkammerater. Se hele indslaget på https://t.co/DBlTNuHdqD #sldk— Canal9 (@Canal9dk) November 30, 2020 „Ég er með metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði: Hvar á ég að æfa? Hvað á ég að gera? Þeir eiga að hafa einhverjar æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabrettinu eða á hjólinu,“ sagði Kjartan. „Svo átti ég að æfa með U19-liðinu og það var klukkan 7.30 um morguninn því ungu strákarnir voru svo á leiðinni í skólann.“ En hvað gerðist svo? „Þetta er vinnan mín svo ég mæti tveimur dögum eftir að hafa fengið skilaboðin og fer í æfingarsalinn. Svo fer ég og borða í mötuneytinu, sem ég hafði borgað fyrir, með vinum mínum og liðsfélögum.“ Sú máltíð átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Ég fæ símtal frá einum í stjórninni þar sem hann segir að ég eigi ekki að koma upp og borða með liðinu því ég truflaði þá.“ Kjartani fannst þetta kjánalegt. „Ég hló bara. Ég var bara í áfalli,“ sagði Kjartan. Skemmst er frá því að segja að Kjartan skoraði eitt marka Horsens í 3-1 sigrinum á Vejle um helgina. Þetta var fyrsti sigur Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. #erviderbjerne pic.twitter.com/eFnzXTSeCi— AC Horsens (@AC_Horsens) November 29, 2020
Danski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira