Erlent

Jos­hua Wong dæmdur í 13,5 mánaða fangelsi

Atli Ísleifsson skrifar
Joshua Wong og félagar hafa lengi krafist lýðræðisumbóta í Hong Kong.
Joshua Wong og félagar hafa lengi krafist lýðræðisumbóta í Hong Kong. AP

Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt hinn 24 ára Joshua Wong, einn helsta leiðtoga mótmælenda þar í landi, í þrettán og hálfs mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í ólöglegum mótmælum sem beindust gegn stjórnvöldum á síðasta ári.

Reuters segir frá þessu og hefur eftir stjórnarandstæðingum að yfirvöld í Hong Kong, sem njóta stuðnings kínverskra stjórnvalda, hafi sett aukinn þunga í ofsóknir sínar gegn mótmælendum og stjórnarandstæðingum.

Wong játaði sök í málinu, að hafa skipulagt og hvatt til ólöglegrar samkomu nærri höfuðstöðvum lögreglunnar þegar mótmælaaldan í Hong Kong stóð sem hæst í júní á síðasta ári. Samkvæmt refsiramma átti Wong yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, en niðurstaða dómstólsins var þrettán og hálfs mánaða fangelsi.

Um hundrað stuðningsmenn Wong höfðu safnast saman fyrir utan dómshúsið í morgun, en á sama tíma höfðu stuðningsmenn stjórnarinnar safnast saman og kröfðust þungs dóms yfir Wong.

Tveir nánir samstarfsmenn Wong voru einnig dæmdir til fangelsisvistar í sama máli. Var hin 23 ára Agnes Chow dæmd í tíu mánaða fangelsi og hinn 26 ára Ivan Lam í sjö mánaða fangelsi.

Wong og félagar hafa krafist lýðræðisumbóta í Hong Kong.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.