Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2020 07:49 Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. Því sé mikilvægt að bregðast við og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður. Vísir/Vilhelm Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir að núverandi laug sé ekki nægilega stór samkvæmt alþjóðlegum stöðum EAZA, Sambands evrópskra dýragarða og verði laugin stækkuð í samræmi við staðla til að hægt sé að tryggja nægt pláss og sem bestan aðbúnað þeirra sela sem eru í garðinum. Í kjölfar borgarstjórnarfundar í gær blossaði upp nokkur umræða á Twitter þar sem einhverjir vildu meina að áframhaldandi selahald í garðinum og stækkun laugarinnar fæli ekki í sér dýravernd, heldur væri réttara að sleppa selunum. Dóra Björt segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. „Ég skil mjög vel viðhorf þeirra sem vilja ekki sjá dýr í búrum eða innilokuð enda finnst mér mjög góð hugmynd að gera garðinn að dýraathvarfi, griðar- og umönnunarstað fyrir dýr sem þurfa aðstoð og fara frá gamaldags dýragarðsvirkni. Slík þróun fær allan minn stuðning,“ segir Dóra Björt. Kópur í Húsdýragarðinum.Vísir/Vilhelm Engin markviss fjölgun sela fyrirhuguð Dóra Björt segir að markviss fjölgun sela í garðinum sé ekki fyrirhuguð en að haldin verði aðstaða til að taka við selum í hremmingum. „Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað. Ákveðið hefur verið að stækka selalaugina og betrumbæta aðstæður sela og uppfæra laugina í takt við þau alþjóðaviðmið og út frá þeim nútímakröfum sem nú ríkja svo dýrin eigi þar góða ævidaga. Einnig verður hægt að taka við selum og sjófuglum í neyð sem gerist með reglulegu millibili. Þannig teljum við að laugin nýtist betur sem athvarf. Ekki má sleppa selum úr haldi samkvæmt núverandi löggjöf og því mikilvægt að búa vel að þeim selum sem þarna lifa.“ Húsdýragarðuinn í Laugardal. Selalaugin er fyrir fyrir miðri mynd, aðeins til vinstri.Vísir/Vilhelm Aukin lausaganga dýranna og nýtt fræðsluhús Dóra Björt segir að í raun sé verið að fara í saumana á öllu dýrahaldi meðfram innleiðingu nýrrar sameinaðrar dýraþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það eigi að hefjast handa við byggingu fræðsluhúss á næsta ári sem sé bæði fyrir fræðslu innan garðs og einnig á vegum dýraþjónustunnar. „Starfsmannahús verður sambyggt því. Þá er verið að gera breytingar í garðinum sem miða að aukinni lausagöngu dýra og minni innivist og þegar eru hafnar breytingar fyrir sauðfé og geitfé.“ Hún segir það óboðlegt í nútímasamfélagi að bjóða dýrum í haldi upp á of lítið rými. Í raun sé mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn sé ekki fullnægjandi. „Því er mikilvægt að bregðast við þessu og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður.“ Borgarstjórn Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir að núverandi laug sé ekki nægilega stór samkvæmt alþjóðlegum stöðum EAZA, Sambands evrópskra dýragarða og verði laugin stækkuð í samræmi við staðla til að hægt sé að tryggja nægt pláss og sem bestan aðbúnað þeirra sela sem eru í garðinum. Í kjölfar borgarstjórnarfundar í gær blossaði upp nokkur umræða á Twitter þar sem einhverjir vildu meina að áframhaldandi selahald í garðinum og stækkun laugarinnar fæli ekki í sér dýravernd, heldur væri réttara að sleppa selunum. Dóra Björt segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. „Ég skil mjög vel viðhorf þeirra sem vilja ekki sjá dýr í búrum eða innilokuð enda finnst mér mjög góð hugmynd að gera garðinn að dýraathvarfi, griðar- og umönnunarstað fyrir dýr sem þurfa aðstoð og fara frá gamaldags dýragarðsvirkni. Slík þróun fær allan minn stuðning,“ segir Dóra Björt. Kópur í Húsdýragarðinum.Vísir/Vilhelm Engin markviss fjölgun sela fyrirhuguð Dóra Björt segir að markviss fjölgun sela í garðinum sé ekki fyrirhuguð en að haldin verði aðstaða til að taka við selum í hremmingum. „Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað. Ákveðið hefur verið að stækka selalaugina og betrumbæta aðstæður sela og uppfæra laugina í takt við þau alþjóðaviðmið og út frá þeim nútímakröfum sem nú ríkja svo dýrin eigi þar góða ævidaga. Einnig verður hægt að taka við selum og sjófuglum í neyð sem gerist með reglulegu millibili. Þannig teljum við að laugin nýtist betur sem athvarf. Ekki má sleppa selum úr haldi samkvæmt núverandi löggjöf og því mikilvægt að búa vel að þeim selum sem þarna lifa.“ Húsdýragarðuinn í Laugardal. Selalaugin er fyrir fyrir miðri mynd, aðeins til vinstri.Vísir/Vilhelm Aukin lausaganga dýranna og nýtt fræðsluhús Dóra Björt segir að í raun sé verið að fara í saumana á öllu dýrahaldi meðfram innleiðingu nýrrar sameinaðrar dýraþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það eigi að hefjast handa við byggingu fræðsluhúss á næsta ári sem sé bæði fyrir fræðslu innan garðs og einnig á vegum dýraþjónustunnar. „Starfsmannahús verður sambyggt því. Þá er verið að gera breytingar í garðinum sem miða að aukinni lausagöngu dýra og minni innivist og þegar eru hafnar breytingar fyrir sauðfé og geitfé.“ Hún segir það óboðlegt í nútímasamfélagi að bjóða dýrum í haldi upp á of lítið rými. Í raun sé mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn sé ekki fullnægjandi. „Því er mikilvægt að bregðast við þessu og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður.“
Borgarstjórn Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent