Ísland vann 1-0 sigur á Ungverjalandi í dag. Síðar í dag vann Austurríki Serbíu „bara“ með einu marki og Belgía vann 4-0 sigur á Sviss. Þetta voru frábær úrslit fyrir stelpurnar okkar.
Þessi úrslit gera það að verkum að Ísland verður eitt af þeim þremur liðum sem verður með besta árangurinn í öðru sæti undanriðlanna og fer því beint á EM. Frábær árangur og sleppa stelpurnar því við umspilið.
Liðið hefur spilað á Evrópumótinu 2009 í Finnlandi, 2013 í Svíþjóð og 2017 í Hollandi og verður á meðal liða á EM í Englandi árið 2022. Mótið átti að fara fram á næsta ári en var flutt til ársins 2022 vegna kórónuveirunnar.
Jón Þór Hauksson mun því stýra með íslenska liðinu á sínu fyrsta stórmóti en hann var með liðið í sinni fyrstu undankeppni. Hann náði í 19 stig af 24 mögulegum; vann sex af átta leikjunum, gerði eitt jafntefli og tapaði einungis einum leik, gegn Svíum á útivelli.
Iceland have qualified for their 4th straight Women's EURO
— UEFA Women's EURO (@UEFAWomensEURO) December 1, 2020
Tonight's results mean @footballiceland will definitely be one of the three best runners-up - see you at #WEURO2022 pic.twitter.com/xo7pzNjvth