Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2020 19:23 Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. Vísir/Einar Árnason Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu. Einar segir ekki að undra að salan á Hjörleifshöfða hafi vakið athygli, „enda er um að ræða mikið landflæmi og kaupendur eru að hluta til erlendir aðilar,“ segir í færslunni. Nú hátti svo að býsna stór hluti Mýrdalshrepps sé kominn í hendur erlendra aðila en þróunin sé alfarið á ábyrgð Alþingis. „Í tilviki Hjörleifshöfða liggur fyrir að fyrrum eigandi hafði margoft nálgast ríkið um að það keypti jörðina. Ekki var áhugi fyrir því,“ segir Einar. „Nú stíga fram hinir ýmsu fjarvitringar sem gjarnan vilja hafa vit fyrir okkur sem búum fjarri höfuðborginni. Þannig er talað um að námuvinnsla á svæðinu sé stórkostlegt umhverfisslys og geti ekki farið saman með ferðamennsku. Það er allt að því látið að því liggja að mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu. Þetta er auðvitað vitleysa. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur skipulagsvald í sveitarfélaginu og myndi auðvitað ekki heimila framkvæmdir sem yrðu til þess að eyðileggja upplifun ferðamanna á svæðinu. Við erum fullmeðvituð um mikilvægi ferðaþjónustunnar – við þurfum enga fjarvitringa til að útskýra það fyrir okkur.“ Einar segir vanta fjölbreyttara atvinnulíf á svæðið. Heimamenn muni ekki útiloka nýja atvinnustarfsemi ef í ljós kemur að hægt sé að standa að henni í sátt við umhverfi og samfélag. „Að þessu sögðu þá finnst mér þróunin í jarðasöfnun mjög varhugaverð og hef oft rætt um að Alþingi þurfi að bregðast við. Öll umræða þarf hins vegar að byggja á staðreyndum og þess vegna fann ég mig knúinn að bregða niður pennanum,“ segir Einar að lokum. Nokkur orð vegna sölu Hjörleifshöfða. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um söluna á Hjörleifshöfða. Það er ekki að...Posted by Einar Freyr Elínarson on Tuesday, December 1, 2020 Umhverfismál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Einar segir ekki að undra að salan á Hjörleifshöfða hafi vakið athygli, „enda er um að ræða mikið landflæmi og kaupendur eru að hluta til erlendir aðilar,“ segir í færslunni. Nú hátti svo að býsna stór hluti Mýrdalshrepps sé kominn í hendur erlendra aðila en þróunin sé alfarið á ábyrgð Alþingis. „Í tilviki Hjörleifshöfða liggur fyrir að fyrrum eigandi hafði margoft nálgast ríkið um að það keypti jörðina. Ekki var áhugi fyrir því,“ segir Einar. „Nú stíga fram hinir ýmsu fjarvitringar sem gjarnan vilja hafa vit fyrir okkur sem búum fjarri höfuðborginni. Þannig er talað um að námuvinnsla á svæðinu sé stórkostlegt umhverfisslys og geti ekki farið saman með ferðamennsku. Það er allt að því látið að því liggja að mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu. Þetta er auðvitað vitleysa. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur skipulagsvald í sveitarfélaginu og myndi auðvitað ekki heimila framkvæmdir sem yrðu til þess að eyðileggja upplifun ferðamanna á svæðinu. Við erum fullmeðvituð um mikilvægi ferðaþjónustunnar – við þurfum enga fjarvitringa til að útskýra það fyrir okkur.“ Einar segir vanta fjölbreyttara atvinnulíf á svæðið. Heimamenn muni ekki útiloka nýja atvinnustarfsemi ef í ljós kemur að hægt sé að standa að henni í sátt við umhverfi og samfélag. „Að þessu sögðu þá finnst mér þróunin í jarðasöfnun mjög varhugaverð og hef oft rætt um að Alþingi þurfi að bregðast við. Öll umræða þarf hins vegar að byggja á staðreyndum og þess vegna fann ég mig knúinn að bregða niður pennanum,“ segir Einar að lokum. Nokkur orð vegna sölu Hjörleifshöfða. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um söluna á Hjörleifshöfða. Það er ekki að...Posted by Einar Freyr Elínarson on Tuesday, December 1, 2020
Umhverfismál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira