Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2020 19:23 Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. Vísir/Einar Árnason Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu. Einar segir ekki að undra að salan á Hjörleifshöfða hafi vakið athygli, „enda er um að ræða mikið landflæmi og kaupendur eru að hluta til erlendir aðilar,“ segir í færslunni. Nú hátti svo að býsna stór hluti Mýrdalshrepps sé kominn í hendur erlendra aðila en þróunin sé alfarið á ábyrgð Alþingis. „Í tilviki Hjörleifshöfða liggur fyrir að fyrrum eigandi hafði margoft nálgast ríkið um að það keypti jörðina. Ekki var áhugi fyrir því,“ segir Einar. „Nú stíga fram hinir ýmsu fjarvitringar sem gjarnan vilja hafa vit fyrir okkur sem búum fjarri höfuðborginni. Þannig er talað um að námuvinnsla á svæðinu sé stórkostlegt umhverfisslys og geti ekki farið saman með ferðamennsku. Það er allt að því látið að því liggja að mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu. Þetta er auðvitað vitleysa. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur skipulagsvald í sveitarfélaginu og myndi auðvitað ekki heimila framkvæmdir sem yrðu til þess að eyðileggja upplifun ferðamanna á svæðinu. Við erum fullmeðvituð um mikilvægi ferðaþjónustunnar – við þurfum enga fjarvitringa til að útskýra það fyrir okkur.“ Einar segir vanta fjölbreyttara atvinnulíf á svæðið. Heimamenn muni ekki útiloka nýja atvinnustarfsemi ef í ljós kemur að hægt sé að standa að henni í sátt við umhverfi og samfélag. „Að þessu sögðu þá finnst mér þróunin í jarðasöfnun mjög varhugaverð og hef oft rætt um að Alþingi þurfi að bregðast við. Öll umræða þarf hins vegar að byggja á staðreyndum og þess vegna fann ég mig knúinn að bregða niður pennanum,“ segir Einar að lokum. Nokkur orð vegna sölu Hjörleifshöfða. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um söluna á Hjörleifshöfða. Það er ekki að...Posted by Einar Freyr Elínarson on Tuesday, December 1, 2020 Umhverfismál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Einar segir ekki að undra að salan á Hjörleifshöfða hafi vakið athygli, „enda er um að ræða mikið landflæmi og kaupendur eru að hluta til erlendir aðilar,“ segir í færslunni. Nú hátti svo að býsna stór hluti Mýrdalshrepps sé kominn í hendur erlendra aðila en þróunin sé alfarið á ábyrgð Alþingis. „Í tilviki Hjörleifshöfða liggur fyrir að fyrrum eigandi hafði margoft nálgast ríkið um að það keypti jörðina. Ekki var áhugi fyrir því,“ segir Einar. „Nú stíga fram hinir ýmsu fjarvitringar sem gjarnan vilja hafa vit fyrir okkur sem búum fjarri höfuðborginni. Þannig er talað um að námuvinnsla á svæðinu sé stórkostlegt umhverfisslys og geti ekki farið saman með ferðamennsku. Það er allt að því látið að því liggja að mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu. Þetta er auðvitað vitleysa. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur skipulagsvald í sveitarfélaginu og myndi auðvitað ekki heimila framkvæmdir sem yrðu til þess að eyðileggja upplifun ferðamanna á svæðinu. Við erum fullmeðvituð um mikilvægi ferðaþjónustunnar – við þurfum enga fjarvitringa til að útskýra það fyrir okkur.“ Einar segir vanta fjölbreyttara atvinnulíf á svæðið. Heimamenn muni ekki útiloka nýja atvinnustarfsemi ef í ljós kemur að hægt sé að standa að henni í sátt við umhverfi og samfélag. „Að þessu sögðu þá finnst mér þróunin í jarðasöfnun mjög varhugaverð og hef oft rætt um að Alþingi þurfi að bregðast við. Öll umræða þarf hins vegar að byggja á staðreyndum og þess vegna fann ég mig knúinn að bregða niður pennanum,“ segir Einar að lokum. Nokkur orð vegna sölu Hjörleifshöfða. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um söluna á Hjörleifshöfða. Það er ekki að...Posted by Einar Freyr Elínarson on Tuesday, December 1, 2020
Umhverfismál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira