Frá þessu er greint á vef spítalans þar sem aðstandendum þess látna er vottuð samúð.
Alls hafa 27 látist vegna Covid-19 hér á landi síðan faraldurinn hófst í lok febrúar. Tíu manns létust í fyrstu bylgju faraldursins og sautján manns hafa nú látist í þeirri þriðju.
Fréttin hefur verið uppfærð.