Gerir Ajax usla í fyrstu heimsókn sinni á Anfield í 54 ár? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 10:30 Daley Blind og Roberto Firmino með augun á boltanum í fyrri leik Ajax og Liverpool í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. getty/Dean Mouhtaropoulos Liverpool tekur á móti Ajax í D-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 20:00 í kvöld. Með sigri tryggja Englandsmeistararnir sér sæti í sextán-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hollenskur sigur sprengir riðilinn í loft upp. Eftir fjórar umferðir er Liverpool á toppi D-riðils með níu stig, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta. Midtjylland rekur lestina án stiga. Ajax er á undan Atalanta vegna fleiri marka á útivelli í fyrri leik liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Á sama tíma og Liverpool og Ajax mætast í kvöld tekur Atalanta á móti Midtjylland. Þótt Liverpool og Ajax séu tvö af stærstu liðum Evrópuboltans er þetta aðeins fjórði leikur liðanna frá upphafi. Þau mættust í sextán liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1966-67. Ajax vann fyrri leikinn í Amsterdam, 5-1. Johan Cruyff skoraði eitt marka Ajax. Seinni leikurinn á Anfield endaði svo með 2-2 jafntefli. Cruyff skoraði bæði mörk Ajax og Roger Hunt, nýbakaður heimsmeistari með enska landsliðinu, bæði mörk Liverpool. Leikurinn fór fram 14. desember 1966. Leikur Liverpool og Ajax í kvöld verður því fyrsti leikur liðanna á Anfield í 54 ár. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í fyrri leik liðanna í D-riðli Meistaradeildarinnar 21. október. Sjálfsmark argentínska varnarmannsins Nicolás Tagliafico tryggði Rauða hernum stigin þrjú. Síðast þegar Ajax mætti ensku liði á Englandi voru átta mörk skoruð. Það var í eftirminnilegu 4-4 jafntefli Ajax og Chelsea á Stamford Brigde í fyrra. Ajax komst í 1-4 en missti svo tvo menn af velli og leikinn niður í jafntefli. Ajax hefur alls 29 sinnum mætt enskum liðum í Evrópukeppnum. Hollendingarnir hafa unnið níu leiki, gert átta jafntefli og tapað tólf leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tvö mörk voru dæmd af Englandsmeisturunum í leiknum og þeir fengu á sig tvær vítaspyrnur. Á meðan vann Ajax 0-5 útisigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Davy Klaassen, Zakaria Labyad, Lassina Traoré, Jurgen Ekkelenkamp og Quincy Promes skoruðu mörk Ajax sem er með 27 stig á toppi hollensku deildarinnar, tveimur stigum á undan Vitesse Arnheim. Ajax hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili og aðeins tapað tveimur leikjum; gegn Liverpool og Groningen í hollensku deildinni. Ajax hefur unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum og skorað samtals 22 mörk í þeim. Leikur Liverpool og Ajax hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Eftir fjórar umferðir er Liverpool á toppi D-riðils með níu stig, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta. Midtjylland rekur lestina án stiga. Ajax er á undan Atalanta vegna fleiri marka á útivelli í fyrri leik liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Á sama tíma og Liverpool og Ajax mætast í kvöld tekur Atalanta á móti Midtjylland. Þótt Liverpool og Ajax séu tvö af stærstu liðum Evrópuboltans er þetta aðeins fjórði leikur liðanna frá upphafi. Þau mættust í sextán liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1966-67. Ajax vann fyrri leikinn í Amsterdam, 5-1. Johan Cruyff skoraði eitt marka Ajax. Seinni leikurinn á Anfield endaði svo með 2-2 jafntefli. Cruyff skoraði bæði mörk Ajax og Roger Hunt, nýbakaður heimsmeistari með enska landsliðinu, bæði mörk Liverpool. Leikurinn fór fram 14. desember 1966. Leikur Liverpool og Ajax í kvöld verður því fyrsti leikur liðanna á Anfield í 54 ár. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í fyrri leik liðanna í D-riðli Meistaradeildarinnar 21. október. Sjálfsmark argentínska varnarmannsins Nicolás Tagliafico tryggði Rauða hernum stigin þrjú. Síðast þegar Ajax mætti ensku liði á Englandi voru átta mörk skoruð. Það var í eftirminnilegu 4-4 jafntefli Ajax og Chelsea á Stamford Brigde í fyrra. Ajax komst í 1-4 en missti svo tvo menn af velli og leikinn niður í jafntefli. Ajax hefur alls 29 sinnum mætt enskum liðum í Evrópukeppnum. Hollendingarnir hafa unnið níu leiki, gert átta jafntefli og tapað tólf leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tvö mörk voru dæmd af Englandsmeisturunum í leiknum og þeir fengu á sig tvær vítaspyrnur. Á meðan vann Ajax 0-5 útisigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Davy Klaassen, Zakaria Labyad, Lassina Traoré, Jurgen Ekkelenkamp og Quincy Promes skoruðu mörk Ajax sem er með 27 stig á toppi hollensku deildarinnar, tveimur stigum á undan Vitesse Arnheim. Ajax hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili og aðeins tapað tveimur leikjum; gegn Liverpool og Groningen í hollensku deildinni. Ajax hefur unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum og skorað samtals 22 mörk í þeim. Leikur Liverpool og Ajax hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn