Gerir Ajax usla í fyrstu heimsókn sinni á Anfield í 54 ár? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 10:30 Daley Blind og Roberto Firmino með augun á boltanum í fyrri leik Ajax og Liverpool í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. getty/Dean Mouhtaropoulos Liverpool tekur á móti Ajax í D-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 20:00 í kvöld. Með sigri tryggja Englandsmeistararnir sér sæti í sextán-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hollenskur sigur sprengir riðilinn í loft upp. Eftir fjórar umferðir er Liverpool á toppi D-riðils með níu stig, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta. Midtjylland rekur lestina án stiga. Ajax er á undan Atalanta vegna fleiri marka á útivelli í fyrri leik liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Á sama tíma og Liverpool og Ajax mætast í kvöld tekur Atalanta á móti Midtjylland. Þótt Liverpool og Ajax séu tvö af stærstu liðum Evrópuboltans er þetta aðeins fjórði leikur liðanna frá upphafi. Þau mættust í sextán liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1966-67. Ajax vann fyrri leikinn í Amsterdam, 5-1. Johan Cruyff skoraði eitt marka Ajax. Seinni leikurinn á Anfield endaði svo með 2-2 jafntefli. Cruyff skoraði bæði mörk Ajax og Roger Hunt, nýbakaður heimsmeistari með enska landsliðinu, bæði mörk Liverpool. Leikurinn fór fram 14. desember 1966. Leikur Liverpool og Ajax í kvöld verður því fyrsti leikur liðanna á Anfield í 54 ár. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í fyrri leik liðanna í D-riðli Meistaradeildarinnar 21. október. Sjálfsmark argentínska varnarmannsins Nicolás Tagliafico tryggði Rauða hernum stigin þrjú. Síðast þegar Ajax mætti ensku liði á Englandi voru átta mörk skoruð. Það var í eftirminnilegu 4-4 jafntefli Ajax og Chelsea á Stamford Brigde í fyrra. Ajax komst í 1-4 en missti svo tvo menn af velli og leikinn niður í jafntefli. Ajax hefur alls 29 sinnum mætt enskum liðum í Evrópukeppnum. Hollendingarnir hafa unnið níu leiki, gert átta jafntefli og tapað tólf leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tvö mörk voru dæmd af Englandsmeisturunum í leiknum og þeir fengu á sig tvær vítaspyrnur. Á meðan vann Ajax 0-5 útisigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Davy Klaassen, Zakaria Labyad, Lassina Traoré, Jurgen Ekkelenkamp og Quincy Promes skoruðu mörk Ajax sem er með 27 stig á toppi hollensku deildarinnar, tveimur stigum á undan Vitesse Arnheim. Ajax hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili og aðeins tapað tveimur leikjum; gegn Liverpool og Groningen í hollensku deildinni. Ajax hefur unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum og skorað samtals 22 mörk í þeim. Leikur Liverpool og Ajax hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Eftir fjórar umferðir er Liverpool á toppi D-riðils með níu stig, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta. Midtjylland rekur lestina án stiga. Ajax er á undan Atalanta vegna fleiri marka á útivelli í fyrri leik liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Á sama tíma og Liverpool og Ajax mætast í kvöld tekur Atalanta á móti Midtjylland. Þótt Liverpool og Ajax séu tvö af stærstu liðum Evrópuboltans er þetta aðeins fjórði leikur liðanna frá upphafi. Þau mættust í sextán liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1966-67. Ajax vann fyrri leikinn í Amsterdam, 5-1. Johan Cruyff skoraði eitt marka Ajax. Seinni leikurinn á Anfield endaði svo með 2-2 jafntefli. Cruyff skoraði bæði mörk Ajax og Roger Hunt, nýbakaður heimsmeistari með enska landsliðinu, bæði mörk Liverpool. Leikurinn fór fram 14. desember 1966. Leikur Liverpool og Ajax í kvöld verður því fyrsti leikur liðanna á Anfield í 54 ár. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í fyrri leik liðanna í D-riðli Meistaradeildarinnar 21. október. Sjálfsmark argentínska varnarmannsins Nicolás Tagliafico tryggði Rauða hernum stigin þrjú. Síðast þegar Ajax mætti ensku liði á Englandi voru átta mörk skoruð. Það var í eftirminnilegu 4-4 jafntefli Ajax og Chelsea á Stamford Brigde í fyrra. Ajax komst í 1-4 en missti svo tvo menn af velli og leikinn niður í jafntefli. Ajax hefur alls 29 sinnum mætt enskum liðum í Evrópukeppnum. Hollendingarnir hafa unnið níu leiki, gert átta jafntefli og tapað tólf leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tvö mörk voru dæmd af Englandsmeisturunum í leiknum og þeir fengu á sig tvær vítaspyrnur. Á meðan vann Ajax 0-5 útisigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Davy Klaassen, Zakaria Labyad, Lassina Traoré, Jurgen Ekkelenkamp og Quincy Promes skoruðu mörk Ajax sem er með 27 stig á toppi hollensku deildarinnar, tveimur stigum á undan Vitesse Arnheim. Ajax hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili og aðeins tapað tveimur leikjum; gegn Liverpool og Groningen í hollensku deildinni. Ajax hefur unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum og skorað samtals 22 mörk í þeim. Leikur Liverpool og Ajax hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira