Farið að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 12:10 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun vísir/Egill Aðalsteinsson Tvær hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar nú rétt fyrir mánaðarmót. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir farið að hægja á hópuppsögnum en að frost ríki hins vegar á vinnumarkaði. Tilkynnt var um eina hópuppsögn fyrir helgi hjá fyrirtækinu Borgun. Þá sagði að 35 manns hefði verið sagt upp en síðar reyndist unnt að fækka í hópnum og samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun var að lokum 29 sagt upp störfum í því skyni að draga úr rekstrartapi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að tilkynnt hafi verið um aðra hópuppsögn í morgun. „Það er hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustunni og þar eru þrettán manns að missa vinnuna.“ Farið er að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir. Í faraldrinum voru þær flestar í einum mánuði í apríl, eða 57. Tilkynningarnar voru níu í september og tvær í október. Fleiri tilkynningar gætu þó borist í dag, á síðasta degi mánaðarins. „Ég held að fyrirtækin séu mörg búin að gera þær ráðstafanir sem þau horfðu fram á með haustinu,“ segir Unnur. Atvinnuleysi mældist 11,1% í október.Vísir/Hanna Ekki eru komnar atvinnuleysistölur fyrir nóvembermánuð en í október mældist það 11,1 prósent. Um tuttugu og fimm þúsund manns voru á almennum- eða hlutabótum. Hún segir spár virðast vera ganga eftir varðandi áframhaldandi aukningu. „Það hafa verið að koma inn svona þrjú þúsund manns á mánuði að meðaltali, stundum meira en stundum minna. Sú spá hefur bara gengið eftir. “ Hún telur fyrirtækin vera að halda að sér höndum eins og er. „Það eru náttúrulega allir að bíða eftir nýjum fréttum af bóluefni. Hvenær það kemur og hvenær það fer að hafa einhver áhrif..“ Lítil velta sé á vinnumarkaði. „Það er náttúrulega eitthvað um að fólk fari af atvinnuleysisskrá og í vinnu en það er ekki mikið. Það má segja að það sé frost. Það er náttúrulega búið að vera algjört frost í ferðaþjónustunni. Bara alkul,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Tilkynnt var um eina hópuppsögn fyrir helgi hjá fyrirtækinu Borgun. Þá sagði að 35 manns hefði verið sagt upp en síðar reyndist unnt að fækka í hópnum og samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun var að lokum 29 sagt upp störfum í því skyni að draga úr rekstrartapi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að tilkynnt hafi verið um aðra hópuppsögn í morgun. „Það er hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustunni og þar eru þrettán manns að missa vinnuna.“ Farið er að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir. Í faraldrinum voru þær flestar í einum mánuði í apríl, eða 57. Tilkynningarnar voru níu í september og tvær í október. Fleiri tilkynningar gætu þó borist í dag, á síðasta degi mánaðarins. „Ég held að fyrirtækin séu mörg búin að gera þær ráðstafanir sem þau horfðu fram á með haustinu,“ segir Unnur. Atvinnuleysi mældist 11,1% í október.Vísir/Hanna Ekki eru komnar atvinnuleysistölur fyrir nóvembermánuð en í október mældist það 11,1 prósent. Um tuttugu og fimm þúsund manns voru á almennum- eða hlutabótum. Hún segir spár virðast vera ganga eftir varðandi áframhaldandi aukningu. „Það hafa verið að koma inn svona þrjú þúsund manns á mánuði að meðaltali, stundum meira en stundum minna. Sú spá hefur bara gengið eftir. “ Hún telur fyrirtækin vera að halda að sér höndum eins og er. „Það eru náttúrulega allir að bíða eftir nýjum fréttum af bóluefni. Hvenær það kemur og hvenær það fer að hafa einhver áhrif..“ Lítil velta sé á vinnumarkaði. „Það er náttúrulega eitthvað um að fólk fari af atvinnuleysisskrá og í vinnu en það er ekki mikið. Það má segja að það sé frost. Það er náttúrulega búið að vera algjört frost í ferðaþjónustunni. Bara alkul,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30. nóvember 2020 11:18
29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09