Viðskipti innlent

29 starfs­mönnum Borgunar sagt upp

Atli Ísleifsson skrifar
Forstjóraskipti urðu hjá Borgun í sumar.
Forstjóraskipti urðu hjá Borgun í sumar. Vísir/Vilhelm

29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að alls hafi nærri sextíu nýir starfsmenn verið ráðnir til Borgunar á síðustu mánuðum í tengslum við yfirstandandi umbreytingu Borgunar yfir í þjónustumiðað tæknifyrirtæki.

„Á sama tíma hefur verið dregið úr umsvifum á öðrum sviðum fyrirtækisins til að snúa við rekstrartapi. Það hefur því miður kallað á fækkun starfsfólks á þeim sviðum,“ segir í tilkynningunni.

Alls störfuðu 155 manns hjá félaginu fyrir hópuppsögnina í dag.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða hópuppsögnina í fjármálageiranum og sagt var frá á föstudaginn, þó að misvisandi upplýsingar hafi fengist um þann fjölda starfsmanna sem um ræðir.

Uppfært 11:10: Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi í dag að eðlilegra hefði verið hjá stofnuninni að greina frá hópuppsögninni í dag. Málið hafi enn verið í samráðsferli síðastliðinn föstudag.  


Tengdar fréttir

Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun

Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×