Innlent

Bein út­sending: Breytingar í þágu barna – kynningar­fundur um ný frum­vörp í barna­málum

Atli Ísleifsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun kynna ný frumvörp í barnamálum á fundi sem hefst klukkan 13.

Í tilkynningu segir að frumvörpin miði að því að gjörbylta aðstæðum barna og fjölskyldna þeirra en fundinum verður streymt.

„Verkefnið er risavaxið og sennilega felur það í sér mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi.“

Auk ráðherra mun Najat Maalla M‘jid, sérlegur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum, halda ávarp og Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur, fjallar um hagrænan ávinning af innleiðingu frumvarps um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.