Skírði barnið ekki í höfuðið á Messi og Ronaldo en fáir trúa því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2020 09:01 Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og svo Leon Bailey sem er faðir Leo Cristiano. Samsett/getty Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eiga sér nýjan nafna en samt ekki ef þú spyrð föðurinn sjálfan sem spilar með þýska liðinu Bayer Leverkusen. Leikmaður Bayer Leverkusen hefur vakið nokkra athygli fyrir nafnið sem hann gaf barninu sínu ekki síst þar sem hann fullyrðir að það hafi ekki neitt með tvo bestu leikmenn heims að gera. Leon Bailey ákvað að skíra barnið sitt „Leo Cristiano“ en hann þvertekur fyrir það að það hafi eitthvað með þá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo að gera. Bild ræddi við leikmanninn um nafngiftina og komst að því að nafn stráksins tengdist ljóni en ekki Lionel Messi sem og það að Cristiano sé fallegt nafn sem passaði vel við hitt. The Bayer Leverkusen winger is adamant the name is not a tribute to Lionel Messi or Cristiano Ronaldo, but nobody is buying it... https://t.co/iIYIC9o2dO— SPORTbible (@sportbible) November 30, 2020 „Þetta hefur ekkert með fótbolta að gera heldur aðeins með mig og mitt nafn. Leo er styttri útgáfa af mínu nafni. Leo þýðir ljón. Ég er ljón,“ sagði Leon Bailey við Bild. Leon Bailey, sem er landsliðsmaður Jamaíku, hefur spilað vel á þessu tímabili í þýsku deildinni og er kominn með fimm mörk í ellefu leikjum. Hann hafði líka ástæðu til að fagna þegar sonur hans kom í heiminn. „Ég trúi því að sonur minn muni alast upp með hugarfar baráttumanns og leiðtoga. Cristiano er síðan fallegt nafn sem passar vel við Leo,“ sagði Bailey. Bayer Leverkusen'in orta saha oyuncusu Leon Bailey, o luna "Leo Cristiano" ismini koydu. "Bunun Messi veya Ronaldo ile ilgisi yok. Leo, Leon'un k saltmas . Ve Leo bir aslan, ben de bir aslan m. Eminim o lum da aslan karakteriyle büyüyecek ve asla pes etmeyecek." (Bild) pic.twitter.com/0g6ZeghzaC— FutbolArena (@futbolarena) November 29, 2020 „Að verða faðir í fyrsta sinn breytti mér á svo marga vegu sem persónu en ekki hvernig ég spila fótbolta. Hins vegar hvetur sonur minn mig til að leggja enn meira á mig,“ sagði Leon Bailey. Leon Bailey og á barnið með Stephanie Hope en það kom í heiminn í júní. Við leyfum auðvitað Bailey að njóta vafans en ef næsta barn hans verður skírt „Diego Armando Pele“ þá getur hann ekki mótmælt umræðunni mikið lengur. Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Leikmaður Bayer Leverkusen hefur vakið nokkra athygli fyrir nafnið sem hann gaf barninu sínu ekki síst þar sem hann fullyrðir að það hafi ekki neitt með tvo bestu leikmenn heims að gera. Leon Bailey ákvað að skíra barnið sitt „Leo Cristiano“ en hann þvertekur fyrir það að það hafi eitthvað með þá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo að gera. Bild ræddi við leikmanninn um nafngiftina og komst að því að nafn stráksins tengdist ljóni en ekki Lionel Messi sem og það að Cristiano sé fallegt nafn sem passaði vel við hitt. The Bayer Leverkusen winger is adamant the name is not a tribute to Lionel Messi or Cristiano Ronaldo, but nobody is buying it... https://t.co/iIYIC9o2dO— SPORTbible (@sportbible) November 30, 2020 „Þetta hefur ekkert með fótbolta að gera heldur aðeins með mig og mitt nafn. Leo er styttri útgáfa af mínu nafni. Leo þýðir ljón. Ég er ljón,“ sagði Leon Bailey við Bild. Leon Bailey, sem er landsliðsmaður Jamaíku, hefur spilað vel á þessu tímabili í þýsku deildinni og er kominn með fimm mörk í ellefu leikjum. Hann hafði líka ástæðu til að fagna þegar sonur hans kom í heiminn. „Ég trúi því að sonur minn muni alast upp með hugarfar baráttumanns og leiðtoga. Cristiano er síðan fallegt nafn sem passar vel við Leo,“ sagði Bailey. Bayer Leverkusen'in orta saha oyuncusu Leon Bailey, o luna "Leo Cristiano" ismini koydu. "Bunun Messi veya Ronaldo ile ilgisi yok. Leo, Leon'un k saltmas . Ve Leo bir aslan, ben de bir aslan m. Eminim o lum da aslan karakteriyle büyüyecek ve asla pes etmeyecek." (Bild) pic.twitter.com/0g6ZeghzaC— FutbolArena (@futbolarena) November 29, 2020 „Að verða faðir í fyrsta sinn breytti mér á svo marga vegu sem persónu en ekki hvernig ég spila fótbolta. Hins vegar hvetur sonur minn mig til að leggja enn meira á mig,“ sagði Leon Bailey. Leon Bailey og á barnið með Stephanie Hope en það kom í heiminn í júní. Við leyfum auðvitað Bailey að njóta vafans en ef næsta barn hans verður skírt „Diego Armando Pele“ þá getur hann ekki mótmælt umræðunni mikið lengur.
Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira