Fótbolti

Napoli valtaði yfir Rómverja

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Minning Maradona heiðruð.
Minning Maradona heiðruð. vísir/Getty

Minning Diego Maradona var heiðruð á San Paolo leikvangnum í kvöld og liðsmenn Napoli tóku sig til og völtuðu yfir AS Roma í ítölsku úrvalsdeildinni.

Lorenzo Insigne kom Napoli yfir eftir hálftíma leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Í síðari hálfleik settu heimamenn í gírinn. Spænski miðjumaðurinn Fabian tvöfaldaði forystuna á 64.mínútu og á lokakafla leiksins bættu Dries Mertens og Matteo Politano við mörkum.

Lokatölur 4-0 fyrir Napoli. Bæði lið hafa nú 17 stig í 5. og 6.sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.