Fótbolti

Viðar Örn og Matthías spiluðu í jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson Valerenga

Viðar Örn Kjartansson, Matthías Vilhjálsson og félagar í Valerenga voru í eldlínunni á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Valerenga fékk Sarpsborg 08 í heimsókn. Ole Halvorsen skoraði fyrir gestina eftir 19 mínútna leik og stefndi allt í að það myndi reynast sigurmark leiksins. 

Á sjöttu mínútu uppbótartímans tókst heimamönnum að jafna með marki Ivan Næsberg.

Viðar Örn lék allan leikinn í fremstu víglínu Valerenga en Matthías kom inná sem varamaður á 83.mínútu.

Valerenga í 3.sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.