SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 22:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Einar Árnason Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. Drífa Snædal, forseti ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, mættust í líflegu spjalli á Víglínunni á Stöð 2 í dag. 25 þúsund manns eru á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Það er auðvitað þyngra en tárum taki að um leið og launahækkanir taka gildi munu fjöldinn allur af atvinnurekendum líta á þá kostnaðaraukningu sem kemur til framkvæmda og bregðast við því, því miður, með frekari uppsögnum,“ sagði Halldór. Hann hafi varað við þessari þróun. Atvinnuleysi sé þegar og muni enn aukast umtalsvert og það eigi við um nær allar atvinnugreinar. „Við verðum fyrir allsherjar áfalli í hagkerfinu,“ segir Halldór. „Þess vegna höfum við viljað reyna að finna leiðir til þess að reyna að vinda ofan af þessu með einum eða öðrum hætti en ekki fengið áheyrn um það hjá verkalýðshreyfingunni.“ Tilkoma bóluefnis muni marka vatnaskil í umræðunni. „Við getum með einhverri vissu farið að velta fyrir okkur hvernig næsta ár verður. Það verði einhver viðsnúningur, hvenær svo sem hann verður. Vonandi sem fyrst segi ég en með hærri launum erum við líka búin að hægja á því að þessi fyrirtæki geti komið til baka. Að þau geti farið að ráða til sín fólk á nýjan leik,“ sagði Halldór. Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.Vísir/Baldur Málið blasir öðruvísi við Drífu þótt bæði séu þau sammála um að staðan á vinnumarkaði sé alvarleg. „Þetta er náttúrlega sami söngurinn og við heyrðum í haust. Ég vil byrja á því að taka það fram að það er engin trygging fyrir því, ef að við frystum laun eða jafnvel skerðum laun eða skerðum réttindi, að það í þessu ástandi skili sér í einhverri fjölgun stöðugilda eða eitthvað slíkt. Það sem hefur verið gert, sem er eitt það farsælasta sem að við getum gert, er að bjóða upp á hlutabótaleiðina og við sjáum það að fyrirtæki eru að nýta sér hana mjög vel,“ sagði Drífa. „Það sem við getum boðið fyrirtækjum upp á núna er fyrirsjáanleiki,“ sagði Drífa. Það hafi verkalýðshreyfingin boðið upp á strax í haust. „Það var þá sem að atvinnurekendur ákváðu að fara í þá vegferð að fara að koma hér öllu í uppnám með því að hóta uppsögn kjarasamninga. Við segjum nei, við stöndum við okkar samninga. Það er það besta sem við getum gert fyrir atvinnulíf og einstaklinga akkúrat núna,“ sagði Drífa. Þá segir Halldór að engin glóra sé í því að bera saman kjarasamninga hér á landi við þá kjarasamninga sem hafi verið samþykktir á Norðurlöndum. Hækkanirnar þar séu ekkert í líkingu við þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir kveða á um. Kveðið sé á um langt um meiri hækkanir hér á landi. Þátttaka í verkalýðsfélögum hér á landi er almennt meiri en þekkist á Norðurlöndum. Ólík sjónarmið um sterka grasrót verkalýðshreyfingar á Íslandi Drífa segir að þakka megi sterkri verkalýðshreyfingu fyrir það hversu öflugt velferðarsamfélag sé á Íslandi og á Norðurlöndum. „Hérna á Íslandi er miklu meiri þátttaka almennra félagsmanna í verkalýðshreyfingunni í þeim ákvörðunum sem eru teknar. Hvort sem það eru kosningar um vinnustöðvanir eða kosningar um kjarasamninga. Þetta er miklu miðstýrðara á Norðurlöndunum og það hefur orðið til þess að verkalýðshreyfingin hefur svolítið fjarlægst hinn almenna félagsmann á Norðurlöndum,“ sagði Drífa. „Það hefur orðið minni þátttaka en við erum töluvert sterkari hér á Íslandi af því við erum bæði með almenna þátttöku í verkalýðsfélögum og við erum nær okkar félagsmönnum,“ sagði Drífa. Þetta greip Halldór á lofti og skaut létt á Drífu til baka. „Grasrótarstigið sýnir sig í því að það er kannski fimm til sjö prósent kosningaþátttaka í formannskjöri í stærstu stéttarfélögunum,“ sagði Halldór. „Þetta er röng ákvörðun að mínu mati“ Þá benti hann á að verðmætasköpun verði ekki til við undirritun kjarasamninga heldur úti í atvinnulífinu. „Þegar allar forsendur í atvinnulífinu eru borsnar þá getum við ekki efnt kjarasamninga með sama hætti,“ sagði Halldór. „Við höfum í tvígang freistað þess að fá verkalýðshreyfinguna til þess að gera breytingar á kjarasamningi til þess að reyna að tryggja það að við sjáum ekki þessar skelfilegu atvinnuleysistölur sem að við höfum séð. Ég hef fallist á það að við látum þessar launahækkanir koma til framkvæmda. En ég segi hér og mun segja víðar, ég mun halda til haga hverjar afleiðingar þessarar ákvörðunar eru. Þetta er röng ákvörðun að mínu mati. En ég tel að Samtök atvinnulífsins hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að afstýra því stórslysi sem er framundan á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Halldór. Víglínan Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Drífa Snædal, forseti ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, mættust í líflegu spjalli á Víglínunni á Stöð 2 í dag. 25 þúsund manns eru á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Það er auðvitað þyngra en tárum taki að um leið og launahækkanir taka gildi munu fjöldinn allur af atvinnurekendum líta á þá kostnaðaraukningu sem kemur til framkvæmda og bregðast við því, því miður, með frekari uppsögnum,“ sagði Halldór. Hann hafi varað við þessari þróun. Atvinnuleysi sé þegar og muni enn aukast umtalsvert og það eigi við um nær allar atvinnugreinar. „Við verðum fyrir allsherjar áfalli í hagkerfinu,“ segir Halldór. „Þess vegna höfum við viljað reyna að finna leiðir til þess að reyna að vinda ofan af þessu með einum eða öðrum hætti en ekki fengið áheyrn um það hjá verkalýðshreyfingunni.“ Tilkoma bóluefnis muni marka vatnaskil í umræðunni. „Við getum með einhverri vissu farið að velta fyrir okkur hvernig næsta ár verður. Það verði einhver viðsnúningur, hvenær svo sem hann verður. Vonandi sem fyrst segi ég en með hærri launum erum við líka búin að hægja á því að þessi fyrirtæki geti komið til baka. Að þau geti farið að ráða til sín fólk á nýjan leik,“ sagði Halldór. Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.Vísir/Baldur Málið blasir öðruvísi við Drífu þótt bæði séu þau sammála um að staðan á vinnumarkaði sé alvarleg. „Þetta er náttúrlega sami söngurinn og við heyrðum í haust. Ég vil byrja á því að taka það fram að það er engin trygging fyrir því, ef að við frystum laun eða jafnvel skerðum laun eða skerðum réttindi, að það í þessu ástandi skili sér í einhverri fjölgun stöðugilda eða eitthvað slíkt. Það sem hefur verið gert, sem er eitt það farsælasta sem að við getum gert, er að bjóða upp á hlutabótaleiðina og við sjáum það að fyrirtæki eru að nýta sér hana mjög vel,“ sagði Drífa. „Það sem við getum boðið fyrirtækjum upp á núna er fyrirsjáanleiki,“ sagði Drífa. Það hafi verkalýðshreyfingin boðið upp á strax í haust. „Það var þá sem að atvinnurekendur ákváðu að fara í þá vegferð að fara að koma hér öllu í uppnám með því að hóta uppsögn kjarasamninga. Við segjum nei, við stöndum við okkar samninga. Það er það besta sem við getum gert fyrir atvinnulíf og einstaklinga akkúrat núna,“ sagði Drífa. Þá segir Halldór að engin glóra sé í því að bera saman kjarasamninga hér á landi við þá kjarasamninga sem hafi verið samþykktir á Norðurlöndum. Hækkanirnar þar séu ekkert í líkingu við þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir kveða á um. Kveðið sé á um langt um meiri hækkanir hér á landi. Þátttaka í verkalýðsfélögum hér á landi er almennt meiri en þekkist á Norðurlöndum. Ólík sjónarmið um sterka grasrót verkalýðshreyfingar á Íslandi Drífa segir að þakka megi sterkri verkalýðshreyfingu fyrir það hversu öflugt velferðarsamfélag sé á Íslandi og á Norðurlöndum. „Hérna á Íslandi er miklu meiri þátttaka almennra félagsmanna í verkalýðshreyfingunni í þeim ákvörðunum sem eru teknar. Hvort sem það eru kosningar um vinnustöðvanir eða kosningar um kjarasamninga. Þetta er miklu miðstýrðara á Norðurlöndunum og það hefur orðið til þess að verkalýðshreyfingin hefur svolítið fjarlægst hinn almenna félagsmann á Norðurlöndum,“ sagði Drífa. „Það hefur orðið minni þátttaka en við erum töluvert sterkari hér á Íslandi af því við erum bæði með almenna þátttöku í verkalýðsfélögum og við erum nær okkar félagsmönnum,“ sagði Drífa. Þetta greip Halldór á lofti og skaut létt á Drífu til baka. „Grasrótarstigið sýnir sig í því að það er kannski fimm til sjö prósent kosningaþátttaka í formannskjöri í stærstu stéttarfélögunum,“ sagði Halldór. „Þetta er röng ákvörðun að mínu mati“ Þá benti hann á að verðmætasköpun verði ekki til við undirritun kjarasamninga heldur úti í atvinnulífinu. „Þegar allar forsendur í atvinnulífinu eru borsnar þá getum við ekki efnt kjarasamninga með sama hætti,“ sagði Halldór. „Við höfum í tvígang freistað þess að fá verkalýðshreyfinguna til þess að gera breytingar á kjarasamningi til þess að reyna að tryggja það að við sjáum ekki þessar skelfilegu atvinnuleysistölur sem að við höfum séð. Ég hef fallist á það að við látum þessar launahækkanir koma til framkvæmda. En ég segi hér og mun segja víðar, ég mun halda til haga hverjar afleiðingar þessarar ákvörðunar eru. Þetta er röng ákvörðun að mínu mati. En ég tel að Samtök atvinnulífsins hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að afstýra því stórslysi sem er framundan á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Halldór.
Víglínan Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira