Sverrir Ingi var í byrjunarliði PAOK þegar liðið heimsótti Lamia í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Christos Tzolis kom PAOK yfir snemma leiks en Sverrir Ingi uppskar gult spjald í fyrri hálfleiknum.
Portúgalinn Vieirinha tvöfaldaði forystu PAOK eftir rúmlega klukkutíma leik en fleiri mörk voru ekki skoruð. Lokatölur 0-2.
PAOK er einu stigi á eftir toppliði Olympiakos en toppliðið á einn leik til góða á PAOK.