Fótbolti

Sverrir Ingi lék allan leikinn í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í PAOK eru að berjast í toppbaráttunni í Grikklandi.

Sverrir Ingi var í byrjunarliði PAOK þegar liðið heimsótti Lamia í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Christos Tzolis kom PAOK yfir snemma leiks en Sverrir Ingi uppskar gult spjald í fyrri hálfleiknum.

Portúgalinn Vieirinha tvöfaldaði forystu PAOK eftir rúmlega klukkutíma leik en fleiri mörk voru ekki skoruð. Lokatölur 0-2.

PAOK er einu stigi á eftir toppliði Olympiakos en toppliðið á einn leik til góða á PAOK.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.