Fótbolti

Misheppnuð innkoma Birkis í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birkir Bjarnason er leikmaður Brescia.
Birkir Bjarnason er leikmaður Brescia. VÍSIR/GETTY

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var ekki lengi inni á vellinum þegar Brescia tapaði fyrir Frosinone í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Birkir hóf leik á varamannabekknum en kom inná á 63.mínútu þegar staðan í leiknum var jöfn.

Birkir hafði aðeins verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann fékk að líta gula spjaldið. Tveimur mínútum síðar fékk Birkir svo aftur gult spjald og þar með rautt.

Gestunum í Frosinone tókst að nýta sér liðsmuninn og skora sigurmarkið. Lokatölur 1-2 fyrir Frosinone.

Á sama tíma sat Óttar Magnús Karlsson allan tímann á varamannabekk Venezia þegar liðið vann 2-1 sigur á Ascoli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.