Dæmdur fyrir fimm milljóna króna þjófnaðinn í Gulli og silfri Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2020 14:07 Maðurinn braust inn í verslun Gulls og silfurs 14. september síðastliðinn. Braut hann rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og stal skartgripum að verðmæti 5,2 milljónum króna. vísir Rúmenskur karlmaður hefur reynst nokkuð stórtækur í þjófnaði undanfarna mánuði. Hann hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi en hann lét meðal annars greipar sópa í Gull og silfri á Laugavegi í september og hafði á brott skartgripi að verðmæti fimm milljónir króna. Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás eftir að hafa veist með ofbeldi að konu, starfsmanni verslunar Bónuss á Akranesi í ágúst, með því að hrækja í andlit hennar þegar hún hafði af honum afskipti vegna þjófnaðarbrots. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi þann 14. september síðastliðinn, brotist inn í verslun Gulls og silfurs á Laugavegi með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og þaðan stolið þrjátíu armböndum, ellefu hringjum og þremur brjóstnælum, samtals að verðmæti rúmlega 5,2 milljónum króna. Karlmaðurinn braut margfalt öryggisgler á inngangi verslunarinnar, skreið inn um gat, lét greipar sópa áður en hann flúði eins og sjá má í myndbandinu. Var dýrasta gullarmbandið, sem var með grænum steinum og hvítum demöntum, metið á 490 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn þegar hann var á flótta frá vettvangi. Vísir ræddi við Kristjönu Ólafsdóttur, annars eiganda Gulls og silfurs, morguninn eftir innbrotið. Hún lýsti því hvernig þjófurinn hefði flúið í átt að lögreglustöðinni og hlaupið í fangið á lögreglumönnum. Stal tölvum og sígarettum Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í október síðastliðinn brotist inn í verslun Elko á Granda, í félagi við aðra óþekkta menn, og stolið þaðan spjaldtölvum, fartölvum, snjallúrum og fleira að verðmæti 2,8 milljónum króna. Í ákæru segir einnig frá því að maðurinn hafi í ágúst síðastliðinn farið inn í verslun Orkunnar á Laugavegi og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 300 þúsund krónum og peningaskúffu sem innihélt 50 þúsund krónum. Tveimur dögum síðar fór hann svo inn í verslun Miðausturlandamarkaðarins í Lóuhólum og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 600 þúsund krónum. Skýlaus játning Maðurinn játaði skýlaust brot, en í dómnum kemur fram að hann hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. „Brot ákærða eru stórfelld og varða verulegum fjárhæðum. Til hins er að líta að ákærði hefur játað sök greiðlega. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði, sem í ljósi brotanna er ekki unnt að skilorðsbinda. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald,“ segir í dómnum. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás eftir að hafa veist með ofbeldi að konu, starfsmanni verslunar Bónuss á Akranesi í ágúst, með því að hrækja í andlit hennar þegar hún hafði af honum afskipti vegna þjófnaðarbrots. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi þann 14. september síðastliðinn, brotist inn í verslun Gulls og silfurs á Laugavegi með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og þaðan stolið þrjátíu armböndum, ellefu hringjum og þremur brjóstnælum, samtals að verðmæti rúmlega 5,2 milljónum króna. Karlmaðurinn braut margfalt öryggisgler á inngangi verslunarinnar, skreið inn um gat, lét greipar sópa áður en hann flúði eins og sjá má í myndbandinu. Var dýrasta gullarmbandið, sem var með grænum steinum og hvítum demöntum, metið á 490 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn þegar hann var á flótta frá vettvangi. Vísir ræddi við Kristjönu Ólafsdóttur, annars eiganda Gulls og silfurs, morguninn eftir innbrotið. Hún lýsti því hvernig þjófurinn hefði flúið í átt að lögreglustöðinni og hlaupið í fangið á lögreglumönnum. Stal tölvum og sígarettum Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í október síðastliðinn brotist inn í verslun Elko á Granda, í félagi við aðra óþekkta menn, og stolið þaðan spjaldtölvum, fartölvum, snjallúrum og fleira að verðmæti 2,8 milljónum króna. Í ákæru segir einnig frá því að maðurinn hafi í ágúst síðastliðinn farið inn í verslun Orkunnar á Laugavegi og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 300 þúsund krónum og peningaskúffu sem innihélt 50 þúsund krónum. Tveimur dögum síðar fór hann svo inn í verslun Miðausturlandamarkaðarins í Lóuhólum og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 600 þúsund krónum. Skýlaus játning Maðurinn játaði skýlaust brot, en í dómnum kemur fram að hann hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. „Brot ákærða eru stórfelld og varða verulegum fjárhæðum. Til hins er að líta að ákærði hefur játað sök greiðlega. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði, sem í ljósi brotanna er ekki unnt að skilorðsbinda. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald,“ segir í dómnum.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
„Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42
Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24