Fótbolti

Glódís Perla vill sjá sömu „íslensku geðveikina“ og í fyrri Svíaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali á æfingavelli íslensku stelpnanna í Austurríki.
Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali á æfingavelli íslensku stelpnanna í Austurríki. Twitter/@footballiceland

Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir horfir til fyrri leiknum á móti Svíum sem gott veganesti inn í leikinn á móti Slóvakíu í dag í undankeppni EM í Englandi.

Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir horfir til fyrri leiknum á móti Svíum sem gott veganesti inn í leikinn á móti Slóvakíu í dag í undankeppni EM í Englandi.

Glódís Perla Viggósdóttir var í viðtali hjá KSÍ fyrir leikinn mikilvæga á móti Slóvakíu. Með sigri í honum stíga íslensku stelpurnar stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Englandi sumarið 2022.

Glódísi nefndi sérstaklega „íslensku geðveikina“ sem hún telur vera íslenska liðinu mikilvæg í stórum leiknum eins og þessum í Slóvakíu í kvöld.

Glódís nefni hana þegar hún var spurð um það hvað íslenska liðið gæti tekið með sér út úr síðustu leikjum sínum á móti Svíþjóð.

„Það helsta sem við ættum að taka með okkur úr síðustu leikjum er úr heimaleiknum. Það þegar við náum okkur einhvern veginn saman og förum inn í þennan takt, svona geðveiki eins og við höfum stundum kallaða hana,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.

„Takist okkur það þá getum við náð góðum úrslitum á móti hverjum sem er. Við náðum því ekki í útileiknum á móti Svíum og vorum þar í brasi. Við þurfum einhvern veginn að læra það hvernig við tökum það með okkur í alla leiki,“ sagði Glódís Perla.

Glódís Perla Viggósdóttir mun í kvöld leika sinn 88. A-landsleik og sinn 122. landsleik fyrir öll landslið Íslands. Hún er aðeins tólf leikjum frá hundraðasta A-landsleiknum þrátt fyrir að vera bara 25 ára gömul.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.