Hríðarveður í kortunum: Takmarkað skyggni og hviður allt að 40 metrar á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 07:15 Vindaspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 15 í dag. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið; þau landsvæði sem sleppa við viðvaranir í þetta sinn eru Suðausturland, Austfirðir, Austurland að Glettingi og Norðurland eystra. Þegar þetta er skrifað er reyndar gul viðvörun í gildi þar vegna sunnan storms en hún fellur úr gildi klukkan 8 nú í morgunsárið. Verður einna verst á Reykjanesi Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að meðalvindur geti farið í allt að 25 metra á sekúndu og í hviðum upp í allt að 38 til 40 metra á sekúndu. Veðrið verði einna verst á Reykjanesi og á svæðinu sem nær frá Þorlákshöfn og allt norður á Snæfellsnes. Þá bendir hann á að veðrinu geti fylgt há sjávarstaða og sjógangur. Þannig megi búast við hárri sjávarstöðu í eftirmiðdaginn og mikilli ölduhæð vestur og suðvestur af landinu. Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Faxaflóa frá 9 til 13 í dag. Síðan tekur við appelsínugul viðvörun á svæðinu sem gildir frá 13 til 23 í kvöld: „Suðvestan 18-25 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir á vef Veðurstofunnar. Það sama er uppi á teningnum á Breiðafirði. Þar er gul viðvörun vegna suðvestan hvassviðris og élja frá klukkan 9 til 12. Svo tekur við appelsínugul viðvörun til klukkan 23 í kvöld þar sem varað er við suðvestan stormi eða roki og éljum: „Búist er við suðvestan 18-25 m/s og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjunum.“ Mjög takmarkað skyggni á höfuðborgarsvæðinu „Það verður hvasst og ennþá hvassara í éljunum sjálfum. Þetta er allt að keyrast í gang og ætli þetta verði ekki orðið ansi leiðinlegt um hádegið,“ segir Páll í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun vegna suðvestanhríðar frá 9 í dag til 5 í fyrramálið. Spáð er 15 til 23 metrum á sekúndu og mjög dimmum éljum. Varað er við hálku á götum og gangstéttum og mjög takmörkuðu skyggni á köflum sem geti valdið vandræðum í umferðinni. Einnig er varað við suðvestanhríð á Suðurlandi með gulri viðvörun frá 12 í dag til 8 í fyrramálið: „Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.“ Á Vestfjörðum er gul viðvörun í gildi frá 10 í dag til 3 í nótt. Þar er búist við 18-25 metrum á sekúndu og talsverðum eða miklum éljagangi í suðvestan stormi eða roki og éljum. Mikið hvassviðri í éljahryðjum Þá má búast við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig er spáð miklu hvassviðri í éljahryðjum. Gul viðvörun er í gildi frá 12 í dag til 8 í fyrramálið fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna suðvestan storms eða roks og élja: „Búist er við suðvestan 18-25 og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjum.“ Á miðhálendinu gengur gul viðvörun í gildi klukkan 14 í dag og rennur út klukkan 10 í fyrramálið. Þar er spáð suðvestan stormi eða roki og éljum, 18-25 metrum á sekúndu, talsverðum éljagangi og lélegu skyggni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar. Hér má lesa um viðvaranir sem eru í gildi og hér má nálgast staðaspár. Þá er einnig vert að benda á vef Vegagerðarinnar þar sem fylgjast má með færð á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið; þau landsvæði sem sleppa við viðvaranir í þetta sinn eru Suðausturland, Austfirðir, Austurland að Glettingi og Norðurland eystra. Þegar þetta er skrifað er reyndar gul viðvörun í gildi þar vegna sunnan storms en hún fellur úr gildi klukkan 8 nú í morgunsárið. Verður einna verst á Reykjanesi Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að meðalvindur geti farið í allt að 25 metra á sekúndu og í hviðum upp í allt að 38 til 40 metra á sekúndu. Veðrið verði einna verst á Reykjanesi og á svæðinu sem nær frá Þorlákshöfn og allt norður á Snæfellsnes. Þá bendir hann á að veðrinu geti fylgt há sjávarstaða og sjógangur. Þannig megi búast við hárri sjávarstöðu í eftirmiðdaginn og mikilli ölduhæð vestur og suðvestur af landinu. Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Faxaflóa frá 9 til 13 í dag. Síðan tekur við appelsínugul viðvörun á svæðinu sem gildir frá 13 til 23 í kvöld: „Suðvestan 18-25 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir á vef Veðurstofunnar. Það sama er uppi á teningnum á Breiðafirði. Þar er gul viðvörun vegna suðvestan hvassviðris og élja frá klukkan 9 til 12. Svo tekur við appelsínugul viðvörun til klukkan 23 í kvöld þar sem varað er við suðvestan stormi eða roki og éljum: „Búist er við suðvestan 18-25 m/s og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjunum.“ Mjög takmarkað skyggni á höfuðborgarsvæðinu „Það verður hvasst og ennþá hvassara í éljunum sjálfum. Þetta er allt að keyrast í gang og ætli þetta verði ekki orðið ansi leiðinlegt um hádegið,“ segir Páll í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun vegna suðvestanhríðar frá 9 í dag til 5 í fyrramálið. Spáð er 15 til 23 metrum á sekúndu og mjög dimmum éljum. Varað er við hálku á götum og gangstéttum og mjög takmörkuðu skyggni á köflum sem geti valdið vandræðum í umferðinni. Einnig er varað við suðvestanhríð á Suðurlandi með gulri viðvörun frá 12 í dag til 8 í fyrramálið: „Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.“ Á Vestfjörðum er gul viðvörun í gildi frá 10 í dag til 3 í nótt. Þar er búist við 18-25 metrum á sekúndu og talsverðum eða miklum éljagangi í suðvestan stormi eða roki og éljum. Mikið hvassviðri í éljahryðjum Þá má búast við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig er spáð miklu hvassviðri í éljahryðjum. Gul viðvörun er í gildi frá 12 í dag til 8 í fyrramálið fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna suðvestan storms eða roks og élja: „Búist er við suðvestan 18-25 og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjum.“ Á miðhálendinu gengur gul viðvörun í gildi klukkan 14 í dag og rennur út klukkan 10 í fyrramálið. Þar er spáð suðvestan stormi eða roki og éljum, 18-25 metrum á sekúndu, talsverðum éljagangi og lélegu skyggni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar. Hér má lesa um viðvaranir sem eru í gildi og hér má nálgast staðaspár. Þá er einnig vert að benda á vef Vegagerðarinnar þar sem fylgjast má með færð á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira