Innlent

Óttast að fólk fari að slaka á

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fáir voru í sýnatöku á Suðurlandsbraut þegar fulltrúi fréttastofu fór í sýnatöku á mánudag.
Fáir voru í sýnatöku á Suðurlandsbraut þegar fulltrúi fréttastofu fór í sýnatöku á mánudag. Vísir

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hættu á því að fólk fari að slaka á nú þegar smitum á landinu fari fækkandi. Sjö greindust með kórónuveirusmit í sýnatöku í gær og voru aðeins tveir af þeim í sóttkví.

Rögnvaldur hvatti landsmenn, á upplýsingafundi almannavarna í morgun, til að halda vöku sinni og hafa lágan þröskuld fyrir að fara í sýnatöku. Mátti skilja hann þannig að kvikni minnsti grunur að einkenni séu fyrir hendi þá eigi fólk að drífa sig í sýnatöku.

Smit séu enn úti á sveimi í samfélaginu og tilfelli að finnast þar sem ekki sé um augljósar tengingar að ræða. Hann hefur skilning á því að þegar tölurnar batni sé erfiðara að halda út. Mikilvægt væri að fólk missti sig ekki enda óumdeilt að faraldurinn sé enn í gangi. Nú ríði á að halda út og keyra þetta í mark.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 34,4 en var 39,5 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 12,8, en var 11,5 í gær.

Nú hafa 5.312 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins. Á síðunni segir að af þeim veikst hafa af Covid-19 eru 26 nú látnir.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.