Innlent

Alsælir fangar með jólaverkefni frá skógræktinni

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni, segir fangaverði og fagna vera alsæla með jólaverkefnið, sem skógræktin kemur með í fangelsið. Fangarnir sjá um að setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir.
Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni, segir fangaverði og fagna vera alsæla með jólaverkefnið, sem skógræktin kemur með í fangelsið. Fangarnir sjá um að setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil ánægja er hjá föngum og fangavörðum á Litla Hrauni með verkefni frá skógræktinni, sem fangelsið hefur fengið fyrir jólin. Það snýst um að fangar setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir.

Starfsmenn skógræktarinnar á Suðurlandi sjá um að klippa greinarnar af trjánum, auk þess að týna köngla af þeim. Síðan er farið á Litla Hraun með afraksturinn þar sem fangarnir taka við keflinu.

„Já, við viljum láta leiða gott af okkur og skapa störf á Litla Hrauni, vinum okkar þar. Þeir hafa séð um það að útbúa vöru úr hráefninu okkar, það er það að nýta greinar úr skóginum inn á jólamarkaðinn, einnig erum við að koma með köngla, sem við pökkum inn, sem jólaköngla, það fer allt í gegnum Litla Hraun, pökkkun og framleiðslu þar,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi.

„Það er bara algjörlega frábært að fá svona verkefni, þetta er það sem skiptir öllu máli, að menn hafi eitthvað að gera, vakni til einhvers á morgnanna, þetta er gott mál,“ segir Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni.

Fangarnir setja líka köngla í gjafaöskjur, sem hafa notið mikilla vinsælda í skreytingar hjá landsmönnum fyrir jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Jón Ingi segir að Covid ástandið fari illa í fanga eins og aðra landsmenn og því sé svo frábært að fá fá verkefni inn í fanglesið eins og frá skógræktinni.

„Þetta lagar allt þunglyndi, að hafa eitthvað að gera og vakna til verkefna og svo er frábært að geta hjálpað skógræktinni, þetta er svona vinn, vinn fyrir alla aðila.“

Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi er líka mjög ánægður með verkefnið og samstarfið við Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.