Ölvaður maður var handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa slegið leigubílstjóra.
Maðurinn neitaði svo að gefa upp nafn sitt þegar lögregla hafði afskipti af honum og var hann vistaður í fangaklefa þar til ástand hans batnar, að því er segir í dagbók lögreglu.
Laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi en enginn var sjáanlegur þegar lögregla kom á vettvang.
Þá komu tvö útköll á svæði lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti með mínútu millibil skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Annars vegar var tilkynnt um ölvaða stúlku á bókasafni sem fór sína leið eftir samtal við lögreglu.
Síðan barst tilkynningu um eld í bifreið en greint var frá því á mbl í gærkvöldi að upp hefði komið eldur í bíl við Smáralind. Bíllinn er gjörónýtur en samkvæmt dagbók lögreglu eru eldsupptök ókunn og málið í rannsókn.
Skömmu eftir klukkan fjögur í nótt barst lögreglu svo tilkynning um einstakling með stungusár á handlegg. Grunur er um sjálfskaða og var viðkomandi fluttur á bráðamóttöku Landspítalans.