Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar í tvö veikinda­út­köll í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alls hefur þyrlusveit Landhelgisgæslunnar borist þrjú útköll um helgina.
Alls hefur þyrlusveit Landhelgisgæslunnar borist þrjú útköll um helgina. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan korter yfir þrjú í dag vegna veikinda. Þyrlan er nú á leið á Suðurland að sækja mann sem fluttur verður til Reykjavíkur. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi.

Þetta er annað veikindaútkall Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrr í dag fór þyrlusveit gæslunnar í útkall vegna bráðra veikinda á Vesturlandi. Það útkall barst á öðrum tímanum og var þyrlan lent við Landspítalann um klukkan hálf þrjú.

Alls hefur þyrlusveitin farið í þrjú útköll um helgina, eitt í gær og tvö í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.