Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 13:22 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í síðustu viku lækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 0,75 prósent og hafa þeir aldrei verið lægri. Ákvörðun bankans kom nokkuð á óvart en bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir að efnahagshorfur hafi versnað meira en bankinn hafði álitið. „Við vorum komin vel á veg með að örva eftirspurn í sumar og haust en svo kom önnur og þriðja bylgja þannig við töldum okkur þurfa að bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Það sé gríðarlega mikill samdráttur í efnahagslífinu og mikið atvinnuleysi sem hafi þurft að bregðast við. Aðspurður segir Ásgeir að það sé alveg möguleiki á því að vextir verði lækkaðir enn meira. „En við höfum líka önnur tæki. Við getum prentað peninga með því að kaupa ríkishlutabréf til að taka niður langtímavexti,“ segir Ásgeir. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka sagði í Kastljósi í síðustu viku að Seðlabankinn og stjórnvöld væru á rangri leið. Stór hluti þess fjármagns sem sett var í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkaðinn í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem hafa lent í mesta tekjuáfallinu. Ásgeir segir þetta ekki vera rétt. „Það var staðan í vor að við vildum hvetja bankana til að lána, við lækkuðum kvaðir á þá og ýttum út lausafé sem þeir áttu hjá okkur því við vildum að þeir myndu örva kerfið. Við töldum okkur þurfa að styðja við heimilin, lágir vextir, stöðugt gengi og hvetja áfram fasteignamarkaðinn og það heppnaðist. Við erum enn ekki byrjaðir að prenta peninga þar sem við erum að fara afhenta einhver verðmæti út úr seðlabankanum. Við erum að fara byrja á því núna,“ segir Ásgeir. Ríkissjóður muni fá þá peninga og tekur ákvörðun um það hvernig þeim verður deilt. „Mér sýnist á öllu eins og aðgerðirnar sem þau voru að tilkynna um helgina að þessir peningar séu að fara til þeirra sem þurfa á þeim að halda,“ segir Ásgeir. Aðalhagfræðingur Kviku banka sagði jafnframt í Kastljósi að um 300 milljarðar króna hefðu verið prentaðar í seðlum. Um helmingur þessa fjár hefði farið inn á húsnæðislánamarkaðinn. Ásgeir segir að þetta séu ekki peningar sem Seðlabankinn hafi prentað heldur lausafé sem bankarnir áttu í seðlabankanum. „Við lokuðum þessum reikningum þannig að bankarnir urðu að taka peninginn út og við hvöttum þá til að lána. Þannig þetta er bankakerfið að lána út. Það er óeðlilegt að bankarnir láni til fasteignakaupa. Þetta eru öruggustu lánin fyrir þá og á þessum tíma var fasteignamarkaðurinn eiginlega að deyja. Þannig við töldum að þetta væri liður í því að örva hagkerfið,“ segir Ásgeir. Á næstu árum vilji hann gjarnan sjá bankana nýta efnahagsreikninginn sinn í fyrirtækjalán. „En enn sem komið er tel ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í síðustu viku lækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 0,75 prósent og hafa þeir aldrei verið lægri. Ákvörðun bankans kom nokkuð á óvart en bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir að efnahagshorfur hafi versnað meira en bankinn hafði álitið. „Við vorum komin vel á veg með að örva eftirspurn í sumar og haust en svo kom önnur og þriðja bylgja þannig við töldum okkur þurfa að bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Það sé gríðarlega mikill samdráttur í efnahagslífinu og mikið atvinnuleysi sem hafi þurft að bregðast við. Aðspurður segir Ásgeir að það sé alveg möguleiki á því að vextir verði lækkaðir enn meira. „En við höfum líka önnur tæki. Við getum prentað peninga með því að kaupa ríkishlutabréf til að taka niður langtímavexti,“ segir Ásgeir. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka sagði í Kastljósi í síðustu viku að Seðlabankinn og stjórnvöld væru á rangri leið. Stór hluti þess fjármagns sem sett var í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkaðinn í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem hafa lent í mesta tekjuáfallinu. Ásgeir segir þetta ekki vera rétt. „Það var staðan í vor að við vildum hvetja bankana til að lána, við lækkuðum kvaðir á þá og ýttum út lausafé sem þeir áttu hjá okkur því við vildum að þeir myndu örva kerfið. Við töldum okkur þurfa að styðja við heimilin, lágir vextir, stöðugt gengi og hvetja áfram fasteignamarkaðinn og það heppnaðist. Við erum enn ekki byrjaðir að prenta peninga þar sem við erum að fara afhenta einhver verðmæti út úr seðlabankanum. Við erum að fara byrja á því núna,“ segir Ásgeir. Ríkissjóður muni fá þá peninga og tekur ákvörðun um það hvernig þeim verður deilt. „Mér sýnist á öllu eins og aðgerðirnar sem þau voru að tilkynna um helgina að þessir peningar séu að fara til þeirra sem þurfa á þeim að halda,“ segir Ásgeir. Aðalhagfræðingur Kviku banka sagði jafnframt í Kastljósi að um 300 milljarðar króna hefðu verið prentaðar í seðlum. Um helmingur þessa fjár hefði farið inn á húsnæðislánamarkaðinn. Ásgeir segir að þetta séu ekki peningar sem Seðlabankinn hafi prentað heldur lausafé sem bankarnir áttu í seðlabankanum. „Við lokuðum þessum reikningum þannig að bankarnir urðu að taka peninginn út og við hvöttum þá til að lána. Þannig þetta er bankakerfið að lána út. Það er óeðlilegt að bankarnir láni til fasteignakaupa. Þetta eru öruggustu lánin fyrir þá og á þessum tíma var fasteignamarkaðurinn eiginlega að deyja. Þannig við töldum að þetta væri liður í því að örva hagkerfið,“ segir Ásgeir. Á næstu árum vilji hann gjarnan sjá bankana nýta efnahagsreikninginn sinn í fyrirtækjalán. „En enn sem komið er tel ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira