Fótbolti

Jafnt í Íslendingaslag í Noregi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson Valerenga

Davíð Kristján Ólafsson og Viðar Örn Kjartansson hófu leik þegar Álasund tók á móti Valerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Davíð leikur með Álasund en Viðar með Valerenga.

Álasund komst yfir eftir um hálftíma leik þegar Parfait Bizoza skoraði.

Höfðu heimamenn forystuna allt þar til á 64.mínútu þegar gestunum var dæmd vítaspyrna Aron Doennum fór á vítapunktinn og skoraði.

Viðari Erni var skipt af velli á 80.mínútu fyrir Matthías Vilhjálmsson en fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli niðurstaðan, 1-1.

Álasund er langneðst í deildinni og þarf á kraftaverki að halda í síðustu fimm umferðum deildarinnar til að bjarga sér frá falli. Valerenga í 3.sæti. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.