Fótbolti

Birkir fékk loksins tækifæri með Brescia

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Bjarnason er leikmaður Brescia.
Birkir Bjarnason er leikmaður Brescia. VÍSIR/GETTY

Birkir Bjarnason spilaði sínar fyrstu mínútur með Brescia á leiktíðinni er Brescia gerði 2-2 jafntefli við Venezia á heimavelli í ítölsku B-deildinni.

Birkir var ekki í leikmannahópi Brescia í síðustu þremur leikjunum fyrir landsleikjahlé og virtist ekki myndinni en hann spilaði þrjá leiki með íslenska landsliðinu síðustu tíu daga.

Hann var kominn á bekkinn í dag og kom inn á er tuttugu mínútur voru eftir. Þá stóðu leikar 2-1 fyrir Venezia en jöfnunarmark Brescia kom í uppbótartíma. Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði ekki með Brescia vegna meiðsla.

Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Venezia og Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í leikmannahópnum.

Venezia er í 5. sætinu á meðan Brescia er í því ellefta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.