Fótbolti

Sara og stöllur hennar töpuðu í París

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sara Björk og stöllur hennar töpuðu í París í kvöld. Þessi mynd er úr leik liðanna í Meistaradeildinni síðastliðið sumar.
Sara Björk og stöllur hennar töpuðu í París í kvöld. Þessi mynd er úr leik liðanna í Meistaradeildinni síðastliðið sumar. vísir/getty

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir hóf leik á varamannabekk Lyon þegar liðið heimsótti PSG í stórleik frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Leikið var á Parc des Princes.

Heimakonur komust yfir í fyrri hálfleik þegar Marie Katoto slapp í gegn og lék á Söruh Bouhaddi í marki Lyon áður en hún lagði boltann í netið.

Söru Björk var skipt inn af bekknum á 68.mínútu en Lyon tókst ekki að jafna metin.

Lokatölur 1-0 fyrir PSG en Lyon hefur engu að síður tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.