Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 20:01 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalag Íslands. Stöð 2 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríki hins vegar vegna sóttvarnaráðstafana og segir hún að skýra þurfi línur í sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin kynnti í dag efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og ná aðgerðirnar bæði til fyrirtækja og öryrkja og atvinnulausra. Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári, atvinnuleitendur munu fá 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdartil 31. maí næsta árs. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki og þar fram eftir götunum. „Þetta er gott skref og áfangi á þeirri leið að hækka örorkulífeyri til jafns við lágmarkslaun, en þessu er hvergi nærri lokið. En við vorum ánægð með þennan áfanga og áfangasigur sem gerðist hér í dag,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þó enn langt í land og hvetur stjórnvöld til að grípa til enn frekari aðgerða. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt og gott að þetta var gert með þessum hætti en það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að stíga miklu sterkar inn til þess að láglaunahópar eins og öryrkjar og atvinnulausir og lægst launaða fólkið geti lifað á sinni framfærslu,“ sagði Þuríður. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sömu strengi og sagði tíðindi dagsins jákvæð. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stöð 2 „Það er verið að boða hér úrræði sem gilda fram á seinni hluta næsta árs, úrræði sem eru til þess fallin að aðstoða fyrirtæki í gegn um þessa erfiðu mánuði en jafnframt veita þeim þann stuðning sem þau þurfa þegar til viðspyrnunnar kemur,“ sagði Ásdís. „Það breytir þó ekki því, og það er mikilvægt að hafa hér í huga, á sama tíma og stjórnvöld eru að boða meiri vissu í efnahagsaðgerðum þá teljum við að þurfi að skýra betur línur varðandi aðgerðir sóttvarna. Sem dæmi, nú er jólamánuðurinn framundan og afskaplega erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að gera einhverjar ráðstafanir ekki vitandi hvernig samkomutakmörkunum verður háttað á komandi vikum,“ sagði Ásdís. Hún segir að það yrði verulega til bóta skýrðu stjórnvöld línurnar hvað þetta varðaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríki hins vegar vegna sóttvarnaráðstafana og segir hún að skýra þurfi línur í sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin kynnti í dag efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og ná aðgerðirnar bæði til fyrirtækja og öryrkja og atvinnulausra. Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári, atvinnuleitendur munu fá 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdartil 31. maí næsta árs. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki og þar fram eftir götunum. „Þetta er gott skref og áfangi á þeirri leið að hækka örorkulífeyri til jafns við lágmarkslaun, en þessu er hvergi nærri lokið. En við vorum ánægð með þennan áfanga og áfangasigur sem gerðist hér í dag,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þó enn langt í land og hvetur stjórnvöld til að grípa til enn frekari aðgerða. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt og gott að þetta var gert með þessum hætti en það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að stíga miklu sterkar inn til þess að láglaunahópar eins og öryrkjar og atvinnulausir og lægst launaða fólkið geti lifað á sinni framfærslu,“ sagði Þuríður. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sömu strengi og sagði tíðindi dagsins jákvæð. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stöð 2 „Það er verið að boða hér úrræði sem gilda fram á seinni hluta næsta árs, úrræði sem eru til þess fallin að aðstoða fyrirtæki í gegn um þessa erfiðu mánuði en jafnframt veita þeim þann stuðning sem þau þurfa þegar til viðspyrnunnar kemur,“ sagði Ásdís. „Það breytir þó ekki því, og það er mikilvægt að hafa hér í huga, á sama tíma og stjórnvöld eru að boða meiri vissu í efnahagsaðgerðum þá teljum við að þurfi að skýra betur línur varðandi aðgerðir sóttvarna. Sem dæmi, nú er jólamánuðurinn framundan og afskaplega erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að gera einhverjar ráðstafanir ekki vitandi hvernig samkomutakmörkunum verður háttað á komandi vikum,“ sagði Ásdís. Hún segir að það yrði verulega til bóta skýrðu stjórnvöld línurnar hvað þetta varðaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06