Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 20:01 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalag Íslands. Stöð 2 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríki hins vegar vegna sóttvarnaráðstafana og segir hún að skýra þurfi línur í sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin kynnti í dag efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og ná aðgerðirnar bæði til fyrirtækja og öryrkja og atvinnulausra. Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári, atvinnuleitendur munu fá 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdartil 31. maí næsta árs. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki og þar fram eftir götunum. „Þetta er gott skref og áfangi á þeirri leið að hækka örorkulífeyri til jafns við lágmarkslaun, en þessu er hvergi nærri lokið. En við vorum ánægð með þennan áfanga og áfangasigur sem gerðist hér í dag,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þó enn langt í land og hvetur stjórnvöld til að grípa til enn frekari aðgerða. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt og gott að þetta var gert með þessum hætti en það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að stíga miklu sterkar inn til þess að láglaunahópar eins og öryrkjar og atvinnulausir og lægst launaða fólkið geti lifað á sinni framfærslu,“ sagði Þuríður. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sömu strengi og sagði tíðindi dagsins jákvæð. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stöð 2 „Það er verið að boða hér úrræði sem gilda fram á seinni hluta næsta árs, úrræði sem eru til þess fallin að aðstoða fyrirtæki í gegn um þessa erfiðu mánuði en jafnframt veita þeim þann stuðning sem þau þurfa þegar til viðspyrnunnar kemur,“ sagði Ásdís. „Það breytir þó ekki því, og það er mikilvægt að hafa hér í huga, á sama tíma og stjórnvöld eru að boða meiri vissu í efnahagsaðgerðum þá teljum við að þurfi að skýra betur línur varðandi aðgerðir sóttvarna. Sem dæmi, nú er jólamánuðurinn framundan og afskaplega erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að gera einhverjar ráðstafanir ekki vitandi hvernig samkomutakmörkunum verður háttað á komandi vikum,“ sagði Ásdís. Hún segir að það yrði verulega til bóta skýrðu stjórnvöld línurnar hvað þetta varðaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríki hins vegar vegna sóttvarnaráðstafana og segir hún að skýra þurfi línur í sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin kynnti í dag efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og ná aðgerðirnar bæði til fyrirtækja og öryrkja og atvinnulausra. Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári, atvinnuleitendur munu fá 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdartil 31. maí næsta árs. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki og þar fram eftir götunum. „Þetta er gott skref og áfangi á þeirri leið að hækka örorkulífeyri til jafns við lágmarkslaun, en þessu er hvergi nærri lokið. En við vorum ánægð með þennan áfanga og áfangasigur sem gerðist hér í dag,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þó enn langt í land og hvetur stjórnvöld til að grípa til enn frekari aðgerða. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt og gott að þetta var gert með þessum hætti en það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að stíga miklu sterkar inn til þess að láglaunahópar eins og öryrkjar og atvinnulausir og lægst launaða fólkið geti lifað á sinni framfærslu,“ sagði Þuríður. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sömu strengi og sagði tíðindi dagsins jákvæð. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stöð 2 „Það er verið að boða hér úrræði sem gilda fram á seinni hluta næsta árs, úrræði sem eru til þess fallin að aðstoða fyrirtæki í gegn um þessa erfiðu mánuði en jafnframt veita þeim þann stuðning sem þau þurfa þegar til viðspyrnunnar kemur,“ sagði Ásdís. „Það breytir þó ekki því, og það er mikilvægt að hafa hér í huga, á sama tíma og stjórnvöld eru að boða meiri vissu í efnahagsaðgerðum þá teljum við að þurfi að skýra betur línur varðandi aðgerðir sóttvarna. Sem dæmi, nú er jólamánuðurinn framundan og afskaplega erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að gera einhverjar ráðstafanir ekki vitandi hvernig samkomutakmörkunum verður háttað á komandi vikum,“ sagði Ásdís. Hún segir að það yrði verulega til bóta skýrðu stjórnvöld línurnar hvað þetta varðaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
„Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent