Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 14:24 Ólafur Samúelsson, formaður Félags íslenskra öldrunarlækna. Vísir/vilhelm Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. Vandamál tengd starfsemi Landakotsspítala muni þannig ekki leysast með nýjum Landspítala. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var í gær og undirrituð er af formanni, Ólafi Samúelssyni. Vísað er til þess að í umfjöllun um málefni Landakotsspítala undanfarnar vikur, þar sem varð alvarleg hópsýking kórónuveirunnar í október, hafi komið fram athugasemdir sem „bent gætu til þess að vandamál tengd starfseminni leysist með nýjum Landspítala“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur til að mynda sagt að staðan á Landakoti undirstriki þörfina á nýja spítalanum. FÍÖ segir að það sé „því miður ekki svo“ að nýi spítalinn leysi vandann. „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar m.a. öldrunarlækna á síðustu tveimur áratugum vegna hönnunar nýs spítala á Hringbrautarlóðinni er ekki gert ráð fyrir starfsemi öldrunarlækningadeilda,“ segir í ályktun félagsins. Nútímasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum aldraðra Bent er á að samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun fjöldi Íslendinga eldri en 70 ára rúmlega tvöfaldast á næstu 30 árum, úr rúmlega 35.000 2020 í 75.641 (miðspá) árið 2050. Hlutfallslega mest aukning verði í elstu aldurshópunum. Þörf sé á breiðri nálgun; til dæmis fjölbreyttum lausnum í heilsueflingu, heimaþjónustu og endurhæfingu, til að mæta þörfum vaxandi hóps eldra fólks. Ekkert af þessu muni þó koma í veg fyrir að aldraðir þurfi að leita sjúkrahúsa í bráðum veikindum. Bent er á að bráð veikindi hjá eldri einstaklingum með marga samverkandi sjúkdóma einkennist gjarnan af afturför á fjölmörgum sviðum. „Sérgreinaskipting eins og tíðkast hefur á sjúkrahúsum undanfarna áratugi hentar illa þörfum fjölveikra aldraðra. Nútíma bráðasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum þessa hóps með þverfaglegri nálgun og sérhæfingu öldrunalækninga og viðeigandi endurhæfingu í kjölfar veikinda. Það er misskilningur að síður sé þörf á svokallaðri hátækninálgun í sjúkrahúsþjónustu eldri einstaklinga,“ segir í ályktun félagsins. Greiður aðgangur að nútíma myndgreiningarrannsóknum, lífeðlisfræðilegum rannsóknum og nálægð við aðrar sérgreinar nýtist þessum hópi ekki síður en öðrum til að greina undirliggjandi vanda og auðvelda rétta einstaklingsbundna meðferð. FÍÖ kalli því eftir stefnu um framtíð öldrunarlækninga á Landspítalanum. „Sömuleiðis að framtíðarsýn sé um að húsnæði og þjónusta tengd nýjum spítala þjóni þörfum vaxandi fjölda aldraðra sem þangað munu leita.“ Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Sjá meira
Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. Vandamál tengd starfsemi Landakotsspítala muni þannig ekki leysast með nýjum Landspítala. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var í gær og undirrituð er af formanni, Ólafi Samúelssyni. Vísað er til þess að í umfjöllun um málefni Landakotsspítala undanfarnar vikur, þar sem varð alvarleg hópsýking kórónuveirunnar í október, hafi komið fram athugasemdir sem „bent gætu til þess að vandamál tengd starfseminni leysist með nýjum Landspítala“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur til að mynda sagt að staðan á Landakoti undirstriki þörfina á nýja spítalanum. FÍÖ segir að það sé „því miður ekki svo“ að nýi spítalinn leysi vandann. „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar m.a. öldrunarlækna á síðustu tveimur áratugum vegna hönnunar nýs spítala á Hringbrautarlóðinni er ekki gert ráð fyrir starfsemi öldrunarlækningadeilda,“ segir í ályktun félagsins. Nútímasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum aldraðra Bent er á að samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun fjöldi Íslendinga eldri en 70 ára rúmlega tvöfaldast á næstu 30 árum, úr rúmlega 35.000 2020 í 75.641 (miðspá) árið 2050. Hlutfallslega mest aukning verði í elstu aldurshópunum. Þörf sé á breiðri nálgun; til dæmis fjölbreyttum lausnum í heilsueflingu, heimaþjónustu og endurhæfingu, til að mæta þörfum vaxandi hóps eldra fólks. Ekkert af þessu muni þó koma í veg fyrir að aldraðir þurfi að leita sjúkrahúsa í bráðum veikindum. Bent er á að bráð veikindi hjá eldri einstaklingum með marga samverkandi sjúkdóma einkennist gjarnan af afturför á fjölmörgum sviðum. „Sérgreinaskipting eins og tíðkast hefur á sjúkrahúsum undanfarna áratugi hentar illa þörfum fjölveikra aldraðra. Nútíma bráðasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum þessa hóps með þverfaglegri nálgun og sérhæfingu öldrunalækninga og viðeigandi endurhæfingu í kjölfar veikinda. Það er misskilningur að síður sé þörf á svokallaðri hátækninálgun í sjúkrahúsþjónustu eldri einstaklinga,“ segir í ályktun félagsins. Greiður aðgangur að nútíma myndgreiningarrannsóknum, lífeðlisfræðilegum rannsóknum og nálægð við aðrar sérgreinar nýtist þessum hópi ekki síður en öðrum til að greina undirliggjandi vanda og auðvelda rétta einstaklingsbundna meðferð. FÍÖ kalli því eftir stefnu um framtíð öldrunarlækninga á Landspítalanum. „Sömuleiðis að framtíðarsýn sé um að húsnæði og þjónusta tengd nýjum spítala þjóni þörfum vaxandi fjölda aldraðra sem þangað munu leita.“
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Sjá meira
Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53