Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 12:30 Freyr Alexandersson hughreystir Ara Frey Skúlason eftir leik Íslands á Wembley á miðvikudagskvöldið sem var möguleika síðasti leikur þeirra beggja. Getty/Michael Regan Freyr Alexandersson er að hætta sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og hann er um leið að hætta að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir mjög viðburðarík og eftirminnileg sjö ár. Freyr Alexandersson tók þátt í gullskeiði íslenskrar knattspyrnu á tíma sínum hjá Knattspyrnusambandi Íslands og fór á stórmót sem hluti af bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á tíma sínum hjá KSÍ þá náði Freyr nefnilega að taka þátt í því að koma báðum íslensku A-landsliðunum á stórmót og var svo ótrúlega nálægt því að koma íslenska karlalandsliðinu á þriðja stórmótið í röð fyrir nokkrum dögum. Freyr Alexandersson skrifaði undir sinn fyrsta samning við KSÍ þegar hann tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2013. Hann hefur unnið fyrir sambandið síðan, var kvennalandsliðsþjálfari í fimm ár áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá karlalandsliðinu haustið 2018. Freyr skrifaði stuttan fallega kveðjupistil á fésbókina í dag þar sem hann gerði upp þessi sjö ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands. „Ekki óraði mér fyrir hvers lags ferðalag biði mín næstu sjö árin. Breytingin á sambandinu á þessum sjö árum er í raun ólýsanleg en á þessum tíma fékk ég að upplifa og taka þátt í því sem má kalla gullskeið Íslenskrar knattspyrnu,“ skrifaði Freyr. Freyr hélt nýverið upp á 38 ára afmælið sitt og hefur þrátt fyrir ungan aldur náð því að fara á þrjú stórmót með íslensku A-landsliðunum. „Í öll skiptin var ég í stórum hlutverkum sem voru bæði krefjandi en ekki síður gríðarlega gefandi. Ég mun alltaf minnast þessa tíma með þakklæti og gleði í hjarta,“ skrifaði Freyr. Hann og Erik Hamrén voru aðeins hársbreidd frá því að koma íslenska karlalandsliðinu á EM næsta sumar enda var Ísland 1-0 yfir á móti Ungverjum á 87. mínútu leiksins. „Með velgengni fylgja alltaf væntingar og sársaukinn sem fylgir því að komast ekki á lokamót er óbærilegur. Það hef ég einnig fengið að upplifa tvisvar sinnum og í bæði skiptin á loka augnablikum leiksins en þessar seinustu fimm mínútur á Puskas Arena munu aldrei gleymast. Spurningin er bara hvað maður á að gera við slíkar tilfinningar, það eina sem hægt er að gera er að læra af þeim. Um það snýst þessi leikur. Að notfæra sér öll augnablik til þess að vera betri. Eins og staðan er í dag er komið að ferðalokum hjá mér með Íslenska landsliðinu,“ skrifaði Freyr. Freyr er að kveðja KSÍ núna en það er að heyra á honum að hann ætli sér að vinna aftur fyrir sambandið og íslenska knattspyrnu. „Eitt er víst, ég lagði líf og sál í starfið. Það er og á að vera það eina sem er í boði þegar þú vinnur fyrir Ísland. Annað veit ég, reynslan sem ég hef áunnið mér mun nýtast Íslandi aftur. Hvenær getur framtíðin ein leitt í ljós. Þangað til næst. Takk fyrir mig,“ skrifaði Freyr að lokum.Það er verður að teljast mjög líklegt að Knattspyrnusamband Íslands mun leita aftur til Freys í framtíðinni en hvort það verður sem næsti A-landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands eða eftir nokkur ár verður að koma í ljós. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Freyr Alexandersson er að hætta sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og hann er um leið að hætta að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir mjög viðburðarík og eftirminnileg sjö ár. Freyr Alexandersson tók þátt í gullskeiði íslenskrar knattspyrnu á tíma sínum hjá Knattspyrnusambandi Íslands og fór á stórmót sem hluti af bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á tíma sínum hjá KSÍ þá náði Freyr nefnilega að taka þátt í því að koma báðum íslensku A-landsliðunum á stórmót og var svo ótrúlega nálægt því að koma íslenska karlalandsliðinu á þriðja stórmótið í röð fyrir nokkrum dögum. Freyr Alexandersson skrifaði undir sinn fyrsta samning við KSÍ þegar hann tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2013. Hann hefur unnið fyrir sambandið síðan, var kvennalandsliðsþjálfari í fimm ár áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá karlalandsliðinu haustið 2018. Freyr skrifaði stuttan fallega kveðjupistil á fésbókina í dag þar sem hann gerði upp þessi sjö ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands. „Ekki óraði mér fyrir hvers lags ferðalag biði mín næstu sjö árin. Breytingin á sambandinu á þessum sjö árum er í raun ólýsanleg en á þessum tíma fékk ég að upplifa og taka þátt í því sem má kalla gullskeið Íslenskrar knattspyrnu,“ skrifaði Freyr. Freyr hélt nýverið upp á 38 ára afmælið sitt og hefur þrátt fyrir ungan aldur náð því að fara á þrjú stórmót með íslensku A-landsliðunum. „Í öll skiptin var ég í stórum hlutverkum sem voru bæði krefjandi en ekki síður gríðarlega gefandi. Ég mun alltaf minnast þessa tíma með þakklæti og gleði í hjarta,“ skrifaði Freyr. Hann og Erik Hamrén voru aðeins hársbreidd frá því að koma íslenska karlalandsliðinu á EM næsta sumar enda var Ísland 1-0 yfir á móti Ungverjum á 87. mínútu leiksins. „Með velgengni fylgja alltaf væntingar og sársaukinn sem fylgir því að komast ekki á lokamót er óbærilegur. Það hef ég einnig fengið að upplifa tvisvar sinnum og í bæði skiptin á loka augnablikum leiksins en þessar seinustu fimm mínútur á Puskas Arena munu aldrei gleymast. Spurningin er bara hvað maður á að gera við slíkar tilfinningar, það eina sem hægt er að gera er að læra af þeim. Um það snýst þessi leikur. Að notfæra sér öll augnablik til þess að vera betri. Eins og staðan er í dag er komið að ferðalokum hjá mér með Íslenska landsliðinu,“ skrifaði Freyr. Freyr er að kveðja KSÍ núna en það er að heyra á honum að hann ætli sér að vinna aftur fyrir sambandið og íslenska knattspyrnu. „Eitt er víst, ég lagði líf og sál í starfið. Það er og á að vera það eina sem er í boði þegar þú vinnur fyrir Ísland. Annað veit ég, reynslan sem ég hef áunnið mér mun nýtast Íslandi aftur. Hvenær getur framtíðin ein leitt í ljós. Þangað til næst. Takk fyrir mig,“ skrifaði Freyr að lokum.Það er verður að teljast mjög líklegt að Knattspyrnusamband Íslands mun leita aftur til Freys í framtíðinni en hvort það verður sem næsti A-landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands eða eftir nokkur ár verður að koma í ljós.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira