Nýorkubílar rúmlega helmingur nýskráðra bíla Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2020 19:31 Nýorkubílar voru um 55 prósent nýskráðra bíla á Íslandi á fyrsti tíu mánuðum þessa árs. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. Almenningur og fyrirtæki hafa vaxandi áhuga á nýorkubílum, sérstaklega rafmagnsbílum. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga sem búa í grónum hverfum og hafa ekki fast bílastæði að hlaða bíla sína í námunda við heimilið. Grafík/HÞ Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru nýskráðir rétt rúmlega átta þúsund bílar sem er fækkun upp á 23,7 prósent frá sama tímabili í fyrra aðallega vegna minni sölu til bílaleiga. Breytingin er hins vegar sú að í ár eru nýorkubílar tæplega 55 prósent nýskráðra bíla á móti 26,6 prósentum fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári. „Okkar stefna er að Reykjavík verði einfaldlega leiðandi í orkuskiptum á öllum sviðum. Við fögnum þess vegna þessum mikla áhuga á að skipta yfir í rafbíla alveg sérstaklega. Því þá erum við líka að keyra á innlendri orku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri segir unnið eftir grænu plani sem miði að því að Reykjavík verði leiðandi við innleiðingu grænnrar orku.Vísir/Vilhelm Borgin og Orkuveitan hafi unnið saman að því að veita styrki til eigenda fjöleignarhúsa sem vilji koma upp hleðslum. Þá mætti setja upp hleðslustöðvar á bílastæðum við stóra vinnustaði borgarinnar eins og skóla sem nýttust starfsmönnum á daginn en íbúum á kvöldin. En verður þetta aldrei þannig að hleðslustöðvar verði nánast jafn algengar og stöðumælar í götum sem þeir eru þannig að það verði aldrei langt í hleðslu? „Það er bara góð spurning. Við erum núna að setja fram græna planið sem framtíðarsýn okkar til næstu ára. Þar sem við leggjum sérstaka áherslu á rétt viðbrögð við efnahagsástandinu og rétt viðbrögð við loftlagsvánni,“ segir Dagur. Nú sé verið að uppfæra planið. Það komi til greina að skoða nokkur græn stæði í hverri götu til reynslu. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í því efni. Þetta eru auðvitað innviðir sem kosta eins og annað. Þannig að við viljum einmitt finna lausnir og leiðir sem fólk raunverulega notar. Þannig að það liggi ekki ónotaðir innviðir einhvers staðar. Því það er auðvitað líka sóun,“ segir Dagur B. Eggertsson. Umferð Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. Almenningur og fyrirtæki hafa vaxandi áhuga á nýorkubílum, sérstaklega rafmagnsbílum. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga sem búa í grónum hverfum og hafa ekki fast bílastæði að hlaða bíla sína í námunda við heimilið. Grafík/HÞ Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru nýskráðir rétt rúmlega átta þúsund bílar sem er fækkun upp á 23,7 prósent frá sama tímabili í fyrra aðallega vegna minni sölu til bílaleiga. Breytingin er hins vegar sú að í ár eru nýorkubílar tæplega 55 prósent nýskráðra bíla á móti 26,6 prósentum fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári. „Okkar stefna er að Reykjavík verði einfaldlega leiðandi í orkuskiptum á öllum sviðum. Við fögnum þess vegna þessum mikla áhuga á að skipta yfir í rafbíla alveg sérstaklega. Því þá erum við líka að keyra á innlendri orku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri segir unnið eftir grænu plani sem miði að því að Reykjavík verði leiðandi við innleiðingu grænnrar orku.Vísir/Vilhelm Borgin og Orkuveitan hafi unnið saman að því að veita styrki til eigenda fjöleignarhúsa sem vilji koma upp hleðslum. Þá mætti setja upp hleðslustöðvar á bílastæðum við stóra vinnustaði borgarinnar eins og skóla sem nýttust starfsmönnum á daginn en íbúum á kvöldin. En verður þetta aldrei þannig að hleðslustöðvar verði nánast jafn algengar og stöðumælar í götum sem þeir eru þannig að það verði aldrei langt í hleðslu? „Það er bara góð spurning. Við erum núna að setja fram græna planið sem framtíðarsýn okkar til næstu ára. Þar sem við leggjum sérstaka áherslu á rétt viðbrögð við efnahagsástandinu og rétt viðbrögð við loftlagsvánni,“ segir Dagur. Nú sé verið að uppfæra planið. Það komi til greina að skoða nokkur græn stæði í hverri götu til reynslu. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í því efni. Þetta eru auðvitað innviðir sem kosta eins og annað. Þannig að við viljum einmitt finna lausnir og leiðir sem fólk raunverulega notar. Þannig að það liggi ekki ónotaðir innviðir einhvers staðar. Því það er auðvitað líka sóun,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Umferð Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira