„Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Illa hefur verið brugðist við tillögum sem miða að því að draga úr spillingu innan stjórnsýslu lögreglunnar, samkvæmt nýrri skýrslu. Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, gerðu fyrir tveimur árum átján tillögur að aðgerðum sem talið var að íslensk stjórnvöld þyrftu að ráðast í til að sporna við spillingu. Í nýrri skýrslu er farið yfir skýrslu stjórnvalda. Þar segir að orðið hafi við fjórum tillögum með fullnægjandi hætti og sjö að hluta. Ekki hafi verið brugðist við öðrum sjö. Forsætisráðherra telur stjórnvöld þó hafa sýnt ríkan vilja til að ráðast í umbætur. „Ég nefni sérstaklega ný upplýsingalög, lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og svo lög um uppljóstrara,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkan vilja til að ráðast í umbætur.Vísir/Vilhelm Nær allar eða sex af sjö tillögum lúta að lögreglumálum. Dómsmálaráðherra hafnar því að í því felist einhvers konar áfellisdómur yfir dómsmálaráðuneytinu. „Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla og við höfðum fleiri mánuði til að klára þessi tilmæli sem þarna koma fram. Lögregluráði var til dæmis komið á fótinn í byrjun ársins til að efla þetta innra samstarf og samhæfa störf lögreglunnar, svo hún komi í auknum mæli fram sem ein liðsheild,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Í fyrri skýrslu kom fram að pólitískar tengingar geti haft truflandi áhrif á störf lögreglu. Samtökin segja vanta skýr og gagnsæ viðmið þegar ákvörðun er tekin um að endurnýja ekki skipanir. Skortur á þessu og fastur fimm ára skipunartími auki hættuna á pólitískum áhrifum. Áslaug Arna hefur skipað fimm lögreglustjóra auk ríkislögreglustjóra frá því hún tók við embætti dómsmálaráðherra. „Lögregla er algjörlega sjálfstæð í sínum aðgerðum þótt hún starfi í umboði dómsmálaráðherra.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Illa hefur verið brugðist við tillögum sem miða að því að draga úr spillingu innan stjórnsýslu lögreglunnar, samkvæmt nýrri skýrslu. Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, gerðu fyrir tveimur árum átján tillögur að aðgerðum sem talið var að íslensk stjórnvöld þyrftu að ráðast í til að sporna við spillingu. Í nýrri skýrslu er farið yfir skýrslu stjórnvalda. Þar segir að orðið hafi við fjórum tillögum með fullnægjandi hætti og sjö að hluta. Ekki hafi verið brugðist við öðrum sjö. Forsætisráðherra telur stjórnvöld þó hafa sýnt ríkan vilja til að ráðast í umbætur. „Ég nefni sérstaklega ný upplýsingalög, lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og svo lög um uppljóstrara,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkan vilja til að ráðast í umbætur.Vísir/Vilhelm Nær allar eða sex af sjö tillögum lúta að lögreglumálum. Dómsmálaráðherra hafnar því að í því felist einhvers konar áfellisdómur yfir dómsmálaráðuneytinu. „Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla og við höfðum fleiri mánuði til að klára þessi tilmæli sem þarna koma fram. Lögregluráði var til dæmis komið á fótinn í byrjun ársins til að efla þetta innra samstarf og samhæfa störf lögreglunnar, svo hún komi í auknum mæli fram sem ein liðsheild,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Í fyrri skýrslu kom fram að pólitískar tengingar geti haft truflandi áhrif á störf lögreglu. Samtökin segja vanta skýr og gagnsæ viðmið þegar ákvörðun er tekin um að endurnýja ekki skipanir. Skortur á þessu og fastur fimm ára skipunartími auki hættuna á pólitískum áhrifum. Áslaug Arna hefur skipað fimm lögreglustjóra auk ríkislögreglustjóra frá því hún tók við embætti dómsmálaráðherra. „Lögregla er algjörlega sjálfstæð í sínum aðgerðum þótt hún starfi í umboði dómsmálaráðherra.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira