Rangers leikmennirnir Jordan Jones og George Edmundson hafa verið dæmdir í sjö leikja bann í Skotlandi fyrir brot á sóttvarnarreglum.
Steven Gerrard og Rangers ætla ekki að áfrýja banni leikmannanna sinna sem fóru í partý eftir 1-0 sigur liðsins á Kilmarnock þann 1. nóvember síðastliðinn.
Jordan Jones er 26 ára gamall og George Edmundson er 23 ára gamall.
Rangers players Jordan Jones and George Edmundson have been handed seven-game bans by the SFA for breaking coronavirus protocols.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 19, 2020
Skoska knattspyrnusambandið kærði leikmennina þegar fréttir af partýför þeirra og Rangers setti þá strax í agabann á meðan rannsókn málsins stóð.
Í yfirlýsingu frá Rangers kemur fram að lengd bannsins sýni hversu miklar afleiðingar það hefur að brjóta sóttvarnarreglur á tímum kórónuveirunnar.
Þetta er samt ekki mikið áfall fyrir Steven Gerrard þó að leikmennirnir megi ekki spila fyrr en á móti St. Mirren 30. desember næstkomandi.
Hvorki Jordan Jones og George Edmundson hafa verið fastamenn í liðinu hjá honum. Þeir hafa beðist afsökunar á hegðun sinni og lofað að gera svona ekki aftur.
Steven Gerrard hefur verið að gera frábæra hluti með Rangers liðið sem er með níu stig forskot á toppi skosku deildarinnar eftir 12 sigra, 2 jafntefli og ekkert tap í fjórtán fyrstu leikjunum.