Innlent

Jarð­skjálfti að stærðinni 3 varð nærri Flat­ey á Skjálfanda

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 varð nærri Flatey á Skjálfanda síðdegis í dag.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 varð nærri Flatey á Skjálfanda síðdegis í dag. Veðurstofa Ísland

Síðdegis í dag varð skjálfti af stærðinni 3,0 um sjö kílómetrum suðaustan af Flatey á Skjálfanda. Tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Skjálftinn varð klukkan 17:21 og hafa enn sem komið er engir eftirskjálftar mælst. Nokkrir minni skjálftar hafa orðið á svæðinu undanfarna daga en skjálftinn varð á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu og er það þekkt skjálftasvæði.

Nú síðdegis kl. 17:21 varð skjálfti af stærð M3,0 um 7 km SA af Flatey á Skjálfanda og hafa, samkvæmt upplýsingum frá...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Thursday, November 19, 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×