Ætla að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 12:55 Alma Dagbjört Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Ekki er ljóst á þessari stundu hversu marga skammta af bóluefni gegn Covid-19 Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendum. Þó er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er vísað til nýlegra frétta um stöðuna á opinberum innkaupum á bóluefnum gegn COVID-19 og um undirbúning á framkvæmd bólusetningarinnar þegar til hennar kemur. Fyrir liggur að kaup Íslands á bóluefnum gegn COVID-19 munu fara fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað samninga við fjóra framleiðendur, þ.e. Astra-Zeneca, Janssen, Sanofi/GSK og Pfizer/BioNTech og eru samningar við fleiri framleiðendur í burðarliðnum. Ekki ljóst hve marga skammta við fáum Svíþjóð hefur tekið að sér það hlutverk að hafa milligöngu um að framselja Íslendingum bóluefni á grundvelli samninga Evrópusambandsins. „Á þessari stundu er ekki ljóst hversu marga skammta af bóluefni Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendur þeir verða keyptir. Hins vegar en stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir a.m.k. 70% þjóðarinnar,“ segir í tilkynningu landlæknis. „Ef við náum 80-90% þjóðarinnar í bólusetningu þá verður hægt að aflétta mjög hratt,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag. Hann á von á metingi þegar bólefni kemur til landsins varðandi hverjir fái fyrst. Tekið verði á því þegar þar að kemur. Ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst Tveir bóluefnaframleiðendur, Pfirzer og Moderna, hafi undanfarið birt fréttir af góðum árangri sinna bóluefna. Rétt sé að árétta að öll bóluefnin munu þurfa samþykki og leyfi frá Evrópsku lyfjastofnuninni (EMA) áður en almenn notkun hefst. „Á þessari stundu er því ekki ljóst hvenær almenn dreifing bóluefna hefst og því síður hversu hratt einstaka þjóðir munu fá það magn sem áætlað er að kaupa. Það er því ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst hér á landi þó að vonir séu bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs.“ Undirbúningur að bólusetningu er hafinn undir stjórn sóttvarnalæknis og vonast er til að honum ljúki fyrir lok árs 2020. Unnið er m.a. að forgangsröðun hópa í bólusetninguna, dreifingu bóluefnanna og skráningu hinna bólusettu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Ekki er ljóst á þessari stundu hversu marga skammta af bóluefni gegn Covid-19 Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendum. Þó er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er vísað til nýlegra frétta um stöðuna á opinberum innkaupum á bóluefnum gegn COVID-19 og um undirbúning á framkvæmd bólusetningarinnar þegar til hennar kemur. Fyrir liggur að kaup Íslands á bóluefnum gegn COVID-19 munu fara fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað samninga við fjóra framleiðendur, þ.e. Astra-Zeneca, Janssen, Sanofi/GSK og Pfizer/BioNTech og eru samningar við fleiri framleiðendur í burðarliðnum. Ekki ljóst hve marga skammta við fáum Svíþjóð hefur tekið að sér það hlutverk að hafa milligöngu um að framselja Íslendingum bóluefni á grundvelli samninga Evrópusambandsins. „Á þessari stundu er ekki ljóst hversu marga skammta af bóluefni Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendur þeir verða keyptir. Hins vegar en stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir a.m.k. 70% þjóðarinnar,“ segir í tilkynningu landlæknis. „Ef við náum 80-90% þjóðarinnar í bólusetningu þá verður hægt að aflétta mjög hratt,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag. Hann á von á metingi þegar bólefni kemur til landsins varðandi hverjir fái fyrst. Tekið verði á því þegar þar að kemur. Ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst Tveir bóluefnaframleiðendur, Pfirzer og Moderna, hafi undanfarið birt fréttir af góðum árangri sinna bóluefna. Rétt sé að árétta að öll bóluefnin munu þurfa samþykki og leyfi frá Evrópsku lyfjastofnuninni (EMA) áður en almenn notkun hefst. „Á þessari stundu er því ekki ljóst hvenær almenn dreifing bóluefna hefst og því síður hversu hratt einstaka þjóðir munu fá það magn sem áætlað er að kaupa. Það er því ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst hér á landi þó að vonir séu bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs.“ Undirbúningur að bólusetningu er hafinn undir stjórn sóttvarnalæknis og vonast er til að honum ljúki fyrir lok árs 2020. Unnið er m.a. að forgangsröðun hópa í bólusetninguna, dreifingu bóluefnanna og skráningu hinna bólusettu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira