„Ekki að leita að sökudólgum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 15:46 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar, hefur lagt til að forsætisráðuneytinu verði falið að hefja rannsókn á Arnarholtsmálinu og fleiri sambærilegum stofnunum. Ólafur greindi frá þessu í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og segist í samtali við fréttastofu telja að koma þurfi málinu strax í farveg. „Þannig að það leiki enginn vafi á því að við ætlum að skoða þetta og ég held að forsætisráðuneytið sé lang best til þess fallið.“ Líkt og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hefur farið fram umræða innan nefndarinnar um áskoranir Geðhjálpar og Þroskahjálpar um rannsókn á málinu. Samtökin hafa farið fram á að rannsóknin nái til aðbúnaðar á heimilum fyrir fólk með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Til skoðunar hefur verið að velferðarnefnd leggi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. Helga Vala segir að á fundi velferðarnefndar í morgun hafi komið fram að einhugur sé um að ráðist verði í einhvers konar rannsókn. Hún telur hins vegar mikilvægt að málið heyri undir rannsóknarnefnd en ekki forsætisráðuneytið vegna skýrra lagaheimilda sem nefndin hafi. „Heimildir sem varða réttarstöðu þeira sem eru kallaðar fyrir nefndina og um vernd uppljóstrara. Þetta skiptir mjög miklu máli þegar um er að ræða rannsókn á svona viðkvæmum málum. Við erum að tala um aðbúnað og umönnun fólks sem var lokað inni, sem var vistað af hálfu hins opinbera. Það skiptir svo miklu máli að við séum ekki að þvæla einhverri flokkspólitík inn í það eða að framkvæmdavaldið sé að hlutast til um hvað má rannsaka og hvað ekki,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm „Erum að leita að sannleikanum“ Hún telur að nefndin geti þó rætt sig niður á farsæla niðurstöðu og segir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi á mánudag. Ólafur Þór segir forsætisráðuneytið búa að góðri reynslu eftir sambærileg mál, og vísar í úttektir á aðstæðum fólks sem dvaldi í Breiðavík eða á Kópavogshæli. Hann telur málið ekki þess eðlis að eiga heyra undir rannsóknarnefnd. „Við erum ekki að finna sökudólga eða hefja dómsmál í kjölfarið. Við erum að leita að sannleikanum og ég held að það hafi sýnt sig að að forsætisráðuneytið sé mjög hæft til þeirra verka,“ segir Ólafur. Alþingi Félagsmál Reykjavík Vistheimili Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar, hefur lagt til að forsætisráðuneytinu verði falið að hefja rannsókn á Arnarholtsmálinu og fleiri sambærilegum stofnunum. Ólafur greindi frá þessu í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og segist í samtali við fréttastofu telja að koma þurfi málinu strax í farveg. „Þannig að það leiki enginn vafi á því að við ætlum að skoða þetta og ég held að forsætisráðuneytið sé lang best til þess fallið.“ Líkt og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hefur farið fram umræða innan nefndarinnar um áskoranir Geðhjálpar og Þroskahjálpar um rannsókn á málinu. Samtökin hafa farið fram á að rannsóknin nái til aðbúnaðar á heimilum fyrir fólk með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Til skoðunar hefur verið að velferðarnefnd leggi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. Helga Vala segir að á fundi velferðarnefndar í morgun hafi komið fram að einhugur sé um að ráðist verði í einhvers konar rannsókn. Hún telur hins vegar mikilvægt að málið heyri undir rannsóknarnefnd en ekki forsætisráðuneytið vegna skýrra lagaheimilda sem nefndin hafi. „Heimildir sem varða réttarstöðu þeira sem eru kallaðar fyrir nefndina og um vernd uppljóstrara. Þetta skiptir mjög miklu máli þegar um er að ræða rannsókn á svona viðkvæmum málum. Við erum að tala um aðbúnað og umönnun fólks sem var lokað inni, sem var vistað af hálfu hins opinbera. Það skiptir svo miklu máli að við séum ekki að þvæla einhverri flokkspólitík inn í það eða að framkvæmdavaldið sé að hlutast til um hvað má rannsaka og hvað ekki,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm „Erum að leita að sannleikanum“ Hún telur að nefndin geti þó rætt sig niður á farsæla niðurstöðu og segir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi á mánudag. Ólafur Þór segir forsætisráðuneytið búa að góðri reynslu eftir sambærileg mál, og vísar í úttektir á aðstæðum fólks sem dvaldi í Breiðavík eða á Kópavogshæli. Hann telur málið ekki þess eðlis að eiga heyra undir rannsóknarnefnd. „Við erum ekki að finna sökudólga eða hefja dómsmál í kjölfarið. Við erum að leita að sannleikanum og ég held að það hafi sýnt sig að að forsætisráðuneytið sé mjög hæft til þeirra verka,“ segir Ólafur.
Alþingi Félagsmál Reykjavík Vistheimili Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira