„Ekki að leita að sökudólgum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 15:46 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar, hefur lagt til að forsætisráðuneytinu verði falið að hefja rannsókn á Arnarholtsmálinu og fleiri sambærilegum stofnunum. Ólafur greindi frá þessu í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og segist í samtali við fréttastofu telja að koma þurfi málinu strax í farveg. „Þannig að það leiki enginn vafi á því að við ætlum að skoða þetta og ég held að forsætisráðuneytið sé lang best til þess fallið.“ Líkt og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hefur farið fram umræða innan nefndarinnar um áskoranir Geðhjálpar og Þroskahjálpar um rannsókn á málinu. Samtökin hafa farið fram á að rannsóknin nái til aðbúnaðar á heimilum fyrir fólk með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Til skoðunar hefur verið að velferðarnefnd leggi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. Helga Vala segir að á fundi velferðarnefndar í morgun hafi komið fram að einhugur sé um að ráðist verði í einhvers konar rannsókn. Hún telur hins vegar mikilvægt að málið heyri undir rannsóknarnefnd en ekki forsætisráðuneytið vegna skýrra lagaheimilda sem nefndin hafi. „Heimildir sem varða réttarstöðu þeira sem eru kallaðar fyrir nefndina og um vernd uppljóstrara. Þetta skiptir mjög miklu máli þegar um er að ræða rannsókn á svona viðkvæmum málum. Við erum að tala um aðbúnað og umönnun fólks sem var lokað inni, sem var vistað af hálfu hins opinbera. Það skiptir svo miklu máli að við séum ekki að þvæla einhverri flokkspólitík inn í það eða að framkvæmdavaldið sé að hlutast til um hvað má rannsaka og hvað ekki,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm „Erum að leita að sannleikanum“ Hún telur að nefndin geti þó rætt sig niður á farsæla niðurstöðu og segir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi á mánudag. Ólafur Þór segir forsætisráðuneytið búa að góðri reynslu eftir sambærileg mál, og vísar í úttektir á aðstæðum fólks sem dvaldi í Breiðavík eða á Kópavogshæli. Hann telur málið ekki þess eðlis að eiga heyra undir rannsóknarnefnd. „Við erum ekki að finna sökudólga eða hefja dómsmál í kjölfarið. Við erum að leita að sannleikanum og ég held að það hafi sýnt sig að að forsætisráðuneytið sé mjög hæft til þeirra verka,“ segir Ólafur. Alþingi Félagsmál Reykjavík Vistheimili Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Sjá meira
Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar, hefur lagt til að forsætisráðuneytinu verði falið að hefja rannsókn á Arnarholtsmálinu og fleiri sambærilegum stofnunum. Ólafur greindi frá þessu í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og segist í samtali við fréttastofu telja að koma þurfi málinu strax í farveg. „Þannig að það leiki enginn vafi á því að við ætlum að skoða þetta og ég held að forsætisráðuneytið sé lang best til þess fallið.“ Líkt og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hefur farið fram umræða innan nefndarinnar um áskoranir Geðhjálpar og Þroskahjálpar um rannsókn á málinu. Samtökin hafa farið fram á að rannsóknin nái til aðbúnaðar á heimilum fyrir fólk með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Til skoðunar hefur verið að velferðarnefnd leggi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. Helga Vala segir að á fundi velferðarnefndar í morgun hafi komið fram að einhugur sé um að ráðist verði í einhvers konar rannsókn. Hún telur hins vegar mikilvægt að málið heyri undir rannsóknarnefnd en ekki forsætisráðuneytið vegna skýrra lagaheimilda sem nefndin hafi. „Heimildir sem varða réttarstöðu þeira sem eru kallaðar fyrir nefndina og um vernd uppljóstrara. Þetta skiptir mjög miklu máli þegar um er að ræða rannsókn á svona viðkvæmum málum. Við erum að tala um aðbúnað og umönnun fólks sem var lokað inni, sem var vistað af hálfu hins opinbera. Það skiptir svo miklu máli að við séum ekki að þvæla einhverri flokkspólitík inn í það eða að framkvæmdavaldið sé að hlutast til um hvað má rannsaka og hvað ekki,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm „Erum að leita að sannleikanum“ Hún telur að nefndin geti þó rætt sig niður á farsæla niðurstöðu og segir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi á mánudag. Ólafur Þór segir forsætisráðuneytið búa að góðri reynslu eftir sambærileg mál, og vísar í úttektir á aðstæðum fólks sem dvaldi í Breiðavík eða á Kópavogshæli. Hann telur málið ekki þess eðlis að eiga heyra undir rannsóknarnefnd. „Við erum ekki að finna sökudólga eða hefja dómsmál í kjölfarið. Við erum að leita að sannleikanum og ég held að það hafi sýnt sig að að forsætisráðuneytið sé mjög hæft til þeirra verka,“ segir Ólafur.
Alþingi Félagsmál Reykjavík Vistheimili Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Sjá meira