Lukaku afgreiddi Dani og Belgar í úrslitakeppnina

Lukaku fagnar öðru marki sínu í kvöld.
Lukaku fagnar öðru marki sínu í kvöld. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Belgia vann 4-2 sigur á Dönum í riðli okkar Íslendinga í kvöld í A-deild Þjóðadeildarinnar. Með sigrinum tryggðu Belgarnir sér toppsætið í riðlinum.

Youri Telemans kom Belgum yfir strax á þriðju mínútu en Jonas Wind jafnaði metin á 18. mínútu í sínum fyrsta alvöru byrjunarliðsleik fyrir Danmörk.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en Danirnir voru ívið betri aðilinn fram af hálfleik. Martin Braithwaite fékk til að mynda gott færi en Thibaut Courtois sá við honum.

Romelu Lukaku kom Belgum aftur yfir á 57. mínútu eftir snögga aukaspyrnu og hann kom þeim í enn betri stöðu á 69. mínútu er hann skoraði þriðja mark Belga.

Sjálfsmark Thibaut Courtois hleypti Dönunum inn í leikinn á ný á 86. mínútu en Kevin De Bruyne slökkti í vonum Dana mínútu síðar. Lokatölur 4-2.

Belgar vinna því riðilinn og fara í úrslitakeppnina á næsta ári en Danirnir sitja eftir með sárt ennið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira