Hægt að sjá í beinni hvort íslensku strákarnir komist á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2020 13:01 Sveinn Aron Guðjohnsen er ásamt fleirum úr U21-landsliðinu mættur til Englands vegna A-landsleiksins á Wembley. Þeir þurfa að treysta á Ítalíu í dag til að komast á EM U21. vísir/vilhelm Strákarnir í U21-landsliði Íslands í fótbolta gætu fagnað sæti á EM í dag en örlög þeirra eru í höndum Ítala sem taka á móti Svíum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Rai 2. Hópur leikmanna úr U21-landsliði Íslands er mættur til Englands til að taka þátt í A-landsleiknum við England í Þjóðadeildinni í kvöld. Ljóst verður skömmu fyrir þann leik hvort Ísland spilar í lokakeppni EM U21 á næsta ári. Eftir að úrslit gærdagsins reyndust riðli Íslands í hag er ljóst að leikur Ítalíu og Svíþjóðar ræður því hvort það verður Ísland eða Svíþjóð sem fer á EM í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. Ef Svíþjóð vinnur kemst liðið upp fyrir Ísland í 2. sæti A-riðils, á betri innbyrðis úrslitum. Jafntefli eða sigur Ítalíu dugar Íslandi. Ítalía hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins. Ísland hefur aðeins einu sinni komist í lokakeppni EM U21-landsliða en það gerði „gullkynslóðin“ árið 2011, áður en hún fór svo með A-landsliðið ótroðnar slóðir. Bein útsending á Fjölvarpinu Leikur Ítalíu og Svíþjóðar hefst kl. 16.30 að íslenskum tíma. Eins og fyrr segir er hann í beinni útsendingu á ítölsku stöðinni Rai 2. Hún fylgir með áskrift að Risapakka Stöðvar 2 og Fjölvarpi L. Sænska liðið þarf að spjara sig án framherjans og lykilmannsins Viktors Gyökeres, leikmanns Brighton sem er að láni hjá Swansea, eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Þá er Eric Kahl, varnarmaður úr AIK, meiddur. Fótbolti Tengdar fréttir Grikkir unnu Skota og nú þurfa ungu strákarnir „bara“ að treysta á Ítalíu Grikkland vann 1-0 sigur á Skotlandi í riðli fjögur í undankeppni EM 2021 sem fer fram næsta vor. Þetta var góður sigur fyrir íslenska U21-árs landsliðið sem eygir því enn von á stórmóti á næsta ári. 17. nóvember 2020 18:31 Danir, Grikkir eða Bosníumenn gætu haldið EM-draumi íslensku strákanna á lífi í dag Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. 17. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Strákarnir í U21-landsliði Íslands í fótbolta gætu fagnað sæti á EM í dag en örlög þeirra eru í höndum Ítala sem taka á móti Svíum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Rai 2. Hópur leikmanna úr U21-landsliði Íslands er mættur til Englands til að taka þátt í A-landsleiknum við England í Þjóðadeildinni í kvöld. Ljóst verður skömmu fyrir þann leik hvort Ísland spilar í lokakeppni EM U21 á næsta ári. Eftir að úrslit gærdagsins reyndust riðli Íslands í hag er ljóst að leikur Ítalíu og Svíþjóðar ræður því hvort það verður Ísland eða Svíþjóð sem fer á EM í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. Ef Svíþjóð vinnur kemst liðið upp fyrir Ísland í 2. sæti A-riðils, á betri innbyrðis úrslitum. Jafntefli eða sigur Ítalíu dugar Íslandi. Ítalía hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins. Ísland hefur aðeins einu sinni komist í lokakeppni EM U21-landsliða en það gerði „gullkynslóðin“ árið 2011, áður en hún fór svo með A-landsliðið ótroðnar slóðir. Bein útsending á Fjölvarpinu Leikur Ítalíu og Svíþjóðar hefst kl. 16.30 að íslenskum tíma. Eins og fyrr segir er hann í beinni útsendingu á ítölsku stöðinni Rai 2. Hún fylgir með áskrift að Risapakka Stöðvar 2 og Fjölvarpi L. Sænska liðið þarf að spjara sig án framherjans og lykilmannsins Viktors Gyökeres, leikmanns Brighton sem er að láni hjá Swansea, eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Þá er Eric Kahl, varnarmaður úr AIK, meiddur.
Fótbolti Tengdar fréttir Grikkir unnu Skota og nú þurfa ungu strákarnir „bara“ að treysta á Ítalíu Grikkland vann 1-0 sigur á Skotlandi í riðli fjögur í undankeppni EM 2021 sem fer fram næsta vor. Þetta var góður sigur fyrir íslenska U21-árs landsliðið sem eygir því enn von á stórmóti á næsta ári. 17. nóvember 2020 18:31 Danir, Grikkir eða Bosníumenn gætu haldið EM-draumi íslensku strákanna á lífi í dag Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. 17. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Grikkir unnu Skota og nú þurfa ungu strákarnir „bara“ að treysta á Ítalíu Grikkland vann 1-0 sigur á Skotlandi í riðli fjögur í undankeppni EM 2021 sem fer fram næsta vor. Þetta var góður sigur fyrir íslenska U21-árs landsliðið sem eygir því enn von á stórmóti á næsta ári. 17. nóvember 2020 18:31
Danir, Grikkir eða Bosníumenn gætu haldið EM-draumi íslensku strákanna á lífi í dag Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. 17. nóvember 2020 09:30