Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 06:30 Allar símalínur hafa verið rauðglóandi hjá klippurum og rökurum síðan breytingarnar voru tilkynntar fyrir helgi enda búið að vera lokað á hárgreiðslustofum í margar vikur og það styttist í jólin. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja hana. Helstu breytingarnar eru þær að nú mega hárgreiðslu- og snyrtistofur opna aftur, æfingar, íþróttastarf og æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt inni og úti og í framhaldsskólum mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað tíu áður. Skylt er að nota andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Takmarkanir á samkomum 18. nóvember til og með 1. desembert 2020.Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Tuesday, November 17, 2020 Þá er þeim sem hafa fengið Covid-19 og þeim sem ekki geta notað grímur, til dæmis af heilsufarsástæðum, veitt undanþága frá grímuskyldu. Að auki verða nemendur í 5.-7. bekk undanþegnir grímuskyldu og tveggja metra nálægðarmörkum, líkt og yngri nemendur í leik- og grunnskólum. Grímuskylda kennara í 1.-7. bekk er einnig afnumin og þá mega nemendahópar blandast á útisvæðum leik-og grunnskóla. Breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Grímuskylda afnumin í 5.-7. bekk grunnskóla sem og tveggja metra nálægðarmörk. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Þá má lesa nánar um þær reglur sem gilda í leik-og grunnskólum á vef menntamálaráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja hana. Helstu breytingarnar eru þær að nú mega hárgreiðslu- og snyrtistofur opna aftur, æfingar, íþróttastarf og æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt inni og úti og í framhaldsskólum mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað tíu áður. Skylt er að nota andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Takmarkanir á samkomum 18. nóvember til og með 1. desembert 2020.Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Tuesday, November 17, 2020 Þá er þeim sem hafa fengið Covid-19 og þeim sem ekki geta notað grímur, til dæmis af heilsufarsástæðum, veitt undanþága frá grímuskyldu. Að auki verða nemendur í 5.-7. bekk undanþegnir grímuskyldu og tveggja metra nálægðarmörkum, líkt og yngri nemendur í leik- og grunnskólum. Grímuskylda kennara í 1.-7. bekk er einnig afnumin og þá mega nemendahópar blandast á útisvæðum leik-og grunnskóla. Breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Grímuskylda afnumin í 5.-7. bekk grunnskóla sem og tveggja metra nálægðarmörk. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Þá má lesa nánar um þær reglur sem gilda í leik-og grunnskólum á vef menntamálaráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent