Fótbolti

Fær­eyjar upp í C-deildina en Helga mistókst að komast upp

Sindri Sverrisson skrifar
Færeyingar eru komnir upp í C-deild Þjóðadeildarinnar.
Færeyingar eru komnir upp í C-deild Þjóðadeildarinnar. Lars Ronbog/FrontZoneSport

Færeyjar eru komnir upp í C-deildina í Þjóðadeildinni eftir 1-1 jafntefli gegn Möltu á útivelli í kvöld. Helgi Kolviðsson og lærisveinar hans í Liechtenstein gerðu svo jafntefli við Gíbraltar.

Færeyjar lentu undir á útivelli gegn Möltu í kvöld en þeir þurftu eitt stig til að tryggja sér toppsætið. Varamaðurinn Ari Mohr Jonsson skoraði jöfnunarmarkið á 70. mínútu og tryggði þeim jafnteflið.

Þeir enda á toppi riðilsins með tólf stig en Malta er í öðru sætinu með níu. Gunnar Nielsen, leikmaður FH, og Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmaður Vals, voru ónotaðir varamenn.

Helgi Kolviðsson stýrði Liechtenstein í sínum síðasta leik í kvöld en hann hættir með liðið í árslok. Hann stýrði liðinu til 1-1 jafntefli gegn Gíbraltar á útivelli en Liechtenstein endar í öðru sætinu með fimm stig og verður því áfram í D-deildinni.

Portúgal vann svo 3-2 sigur á Króatíu. Mato Kovacic skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Króatíu áður en Ruen Diaz jafnaði metin fyrir Portúgal. Joao Felix kom Portúgal yfir en Kovavic jafnaði á 80. mínútu með sínu öðru marki. Sigurmarkið skoraði Ruben Diaz á 91. mínútu.

Króatarnir léku einum manni frá því á 51. mínútu en þeir voru einungis einu marki frá því að falla niður í B-deildina. Svíarnir falla í þeirra stað en þeir voru með mínus átta í  markatölu á meðan Króatar voru með mínus sjö.

Öll úrslit kvöldsins:

A-deildin:

Riðill 3:


Króatía - Portúgal 2-3

Frakkland - Svíþjóð 4-2

Riðill 4:

Spánn - Þýskaland 6-0

C-deildin:

Riðill 1:


Lúxemborg - Azerbaídsjan 0-0

Svartfjallaland - Kýpur 4-0

D-deildin:

Riðill 1:


Andorra - Lettland 0-5

Malta - Færeyjar 1-1

Riðill 2:

Gíbraltar - Liechtenstein 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×