Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 13:45 Frá Keflavíkurflugvelli, þar sem skimað er fyrir veirunni. Vísir/vilhelm Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis en hann lagði til að annað hvort yrði skimun gerð gjaldfrjáls eða að sóttkvíarmöguleikinn yrði afnuminn. Í tilkynningu segir að markmiðið með ákvörðuninni sé að hvetja fólk til að fara í sýnatöku fremur en að fara í tveggja vikna sóttkví. Þannig verði dregið úr líkum á að smit berist inn í landið. Fjallað var um málið á fundi ríkisstjórnar í dag. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra lýsir hann áhyggjum af því að með vaxandi útbreiðslu faraldursins erlendis aukist líkur á að smit berist inn í landið ef ferðamenn velji sóttkví en fylgi ekki reglum sem gilda um hana. Vísar hann til þess að í mörgum tilvikum hafi kviknað grunur um að ferðamenn muni ekki fylgja reglum um sóttkví, t.d. þegar um er að ræða ferðamenn sem einungis ætla að dvelja hér í nokkra daga. Til að bregðast við þessu leggur hann til að annað hvort verði öllum gert skylt að fara í skimun, nema læknisfræðilegar ástæður mæli gegn því, eða að ekki verði tekið gjald fyrir skimun á landamærum. Þórólfur Guðnason lagði til tvær leiðir á landamærunum í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ákvörðun heilbrigðisráðherra um gjaldfrjálsa sýnatöku á landamærum tekur sem fyrr segir gildi 1. desember næstkomandi og gildir til 31. janúar 2021. Landamæraskimunin kostar nú 9.000 krónur í forskráningu en 11.000 ef greitt er á landamærum. Taldi erfitt að skylda fólk í skimun Sóttvarnalæknir hefur nú um nokkurt skeið viðrað áðurnefndar áhyggjur sínar og sagt að öruggast væri að skikka alla sem koma hingað til lands í tvöfalda skimun. Farþegum sem koma hingað til lands stendur nú til boða að fara í tvöfalda skimun, þá fyrstu á landamærunum og aðra eftir 5-6 daga sóttkví, eða fara í tveggja vikna sóttkví. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu um helgina að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum. Horfa þyrfti til annarra ráðstafanna þar. „Ég hef talið erfitt að fara í að skylda fólk í skimun. Það eru afar fáir sem velja að fara í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunnar. Það er snúið að beita þvingunarráðstöfunum til að fá fólk í skimun ef fólk vill það ekki. Þá þarf að meta hættuna á smiti og þær heimildir sem sóttvarnalæknir hefur til að taka slíkar ákvarðanir en það eru líka aðrar lausnir eins og að hætta að láta fólk greiða fyrir skimunina,“ sagði Áslaug á sunnudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. 13. nóvember 2020 21:11 Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis en hann lagði til að annað hvort yrði skimun gerð gjaldfrjáls eða að sóttkvíarmöguleikinn yrði afnuminn. Í tilkynningu segir að markmiðið með ákvörðuninni sé að hvetja fólk til að fara í sýnatöku fremur en að fara í tveggja vikna sóttkví. Þannig verði dregið úr líkum á að smit berist inn í landið. Fjallað var um málið á fundi ríkisstjórnar í dag. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra lýsir hann áhyggjum af því að með vaxandi útbreiðslu faraldursins erlendis aukist líkur á að smit berist inn í landið ef ferðamenn velji sóttkví en fylgi ekki reglum sem gilda um hana. Vísar hann til þess að í mörgum tilvikum hafi kviknað grunur um að ferðamenn muni ekki fylgja reglum um sóttkví, t.d. þegar um er að ræða ferðamenn sem einungis ætla að dvelja hér í nokkra daga. Til að bregðast við þessu leggur hann til að annað hvort verði öllum gert skylt að fara í skimun, nema læknisfræðilegar ástæður mæli gegn því, eða að ekki verði tekið gjald fyrir skimun á landamærum. Þórólfur Guðnason lagði til tvær leiðir á landamærunum í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ákvörðun heilbrigðisráðherra um gjaldfrjálsa sýnatöku á landamærum tekur sem fyrr segir gildi 1. desember næstkomandi og gildir til 31. janúar 2021. Landamæraskimunin kostar nú 9.000 krónur í forskráningu en 11.000 ef greitt er á landamærum. Taldi erfitt að skylda fólk í skimun Sóttvarnalæknir hefur nú um nokkurt skeið viðrað áðurnefndar áhyggjur sínar og sagt að öruggast væri að skikka alla sem koma hingað til lands í tvöfalda skimun. Farþegum sem koma hingað til lands stendur nú til boða að fara í tvöfalda skimun, þá fyrstu á landamærunum og aðra eftir 5-6 daga sóttkví, eða fara í tveggja vikna sóttkví. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu um helgina að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum. Horfa þyrfti til annarra ráðstafanna þar. „Ég hef talið erfitt að fara í að skylda fólk í skimun. Það eru afar fáir sem velja að fara í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunnar. Það er snúið að beita þvingunarráðstöfunum til að fá fólk í skimun ef fólk vill það ekki. Þá þarf að meta hættuna á smiti og þær heimildir sem sóttvarnalæknir hefur til að taka slíkar ákvarðanir en það eru líka aðrar lausnir eins og að hætta að láta fólk greiða fyrir skimunina,“ sagði Áslaug á sunnudag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. 13. nóvember 2020 21:11 Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Sjá meira
Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31
Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. 13. nóvember 2020 21:11
Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02