Fótbolti

Sjáðu vítið sem Danir fengu og Eriksen skoraði úr

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen fagnaði markinu með því að stinga boltanum inn á sig.
Christian Eriksen fagnaði markinu með því að stinga boltanum inn á sig. EPA-EFE/Liselotte Sabroe

Christian Eriksen kom Dönum í 1-0 á móti Íslandi á Parken með marki strax á tólftu mínútu leiksins.

Eriksen skoraði markið úr vítaspyrnu sem Danir fengu eftir brot Ara Freys Skúlasonar á Daniel Wass.

Ari Feyr sofnaði á verðinum, Daniel Wass komst inn fyrir hann og fiskaði á hann víti.

Íslensku strákarnir vildu þó halda því fram að Daniel Wass hafi verið rangstæður þegar boltinn var sendur á hann.

Christian Eriksen skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Hans 35. landsliðsmark og það þriðja á móti íslenska landsliðinu.

Hér fyrir neðan má sjá brotið og markið hans Christian Eriksen. Var Daniel Wass rangstæður?
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.