Lestur landsmanna hefur aukist í heimsfaraldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 18:28 Landsmenn hafa bæði lesið og hlustað meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Vísir/Getty Landsmenn hafa bæði lesið og hlustað meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Að meðaltali las hver þátttakandi í könnuninni 2,5 bækur á mánuði samanborið við 2,3 bækur í fyrra. Þá eru þeir sem segjast eingöngu eða oftar lesa á íslensku en öðru tungumáli fleiri nú en í fyrri könnun. Þetta er meðal niðurstaðna lestrarkönnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem kynntar eru í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun. Í tilkynningu um niðurstöður könnunarinnar segir að áhrif heimsfaraldursins séu merkjanleg hvað varðar lestrarvenjur, fólk á öllum aldri lesi meira núna en fyrir heimsfaraldurinn. Sérstaklega hefur orðið aukning í notkun hljóðbóka. „Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að bókaauglýsingar, umfjöllun í fjölmiðlum og samtal um bækur hefur mikil áhrif á hvað fólk les,“ segir í tilkynningunni. Samandregnar niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi: ·Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,5 bækur á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra. ·Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í könnun frá fyrra ári. ·Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu og sami hópur notar mest bókasöfn. ·Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. ·Um 80% svarenda telur mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. ·Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. ·Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. ·Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni úr auglýsingum, umfjöllun í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. ·Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. ·18% þeirra sem lesa hefðbundnar bækur, lesa meira núna en fyrir Covid-19, sem og 24% fólks á eftirlaunaaldri. Og 36% þeirra sem nota hljóðbækur hlusta meira núna en fyrir Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókmenntir Menning Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Landsmenn hafa bæði lesið og hlustað meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Að meðaltali las hver þátttakandi í könnuninni 2,5 bækur á mánuði samanborið við 2,3 bækur í fyrra. Þá eru þeir sem segjast eingöngu eða oftar lesa á íslensku en öðru tungumáli fleiri nú en í fyrri könnun. Þetta er meðal niðurstaðna lestrarkönnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem kynntar eru í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun. Í tilkynningu um niðurstöður könnunarinnar segir að áhrif heimsfaraldursins séu merkjanleg hvað varðar lestrarvenjur, fólk á öllum aldri lesi meira núna en fyrir heimsfaraldurinn. Sérstaklega hefur orðið aukning í notkun hljóðbóka. „Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að bókaauglýsingar, umfjöllun í fjölmiðlum og samtal um bækur hefur mikil áhrif á hvað fólk les,“ segir í tilkynningunni. Samandregnar niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi: ·Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,5 bækur á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra. ·Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í könnun frá fyrra ári. ·Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu og sami hópur notar mest bókasöfn. ·Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. ·Um 80% svarenda telur mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. ·Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. ·Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. ·Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni úr auglýsingum, umfjöllun í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. ·Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. ·18% þeirra sem lesa hefðbundnar bækur, lesa meira núna en fyrir Covid-19, sem og 24% fólks á eftirlaunaaldri. Og 36% þeirra sem nota hljóðbækur hlusta meira núna en fyrir Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókmenntir Menning Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira