Gefa lítið fyrir grænt plan borgarinnar: „Enn ein glærusýningin um ekki neitt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 12:52 Kolbrún Baldursdóttir og Vigdís Hauksdóttir virðast lítt hrifnar af grænu plani Dags B. Eggertssonar og meirihlutans í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, gefa lítið fyrir „Græna planið“ svokallaða, sóknaráætlun Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur. Vigdís segir illa farið með tíma borgarráðs með umræðu um planið og Kolbrún segir planið líta vel út á blaði en verkefnið skorti samkvæmni. Græna planið var kynnt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn en í bókun meirihlutans frá fundinum segir að planið byggi á áherslum um umhverfislega-, félagslega- og efnahagslega sjálfbærni. „Meðal markmiða græna plansins er að kolefnishlutleysi Reykjavíkur verði náð, að grænn vöxtur stuðli að samkeppnishæfri borg sem laðar til sín fólk alls staðar að og græna umbreytingin sem framundan er verði byggð á réttlæti, sanngirni og þátttöku þar sem engin er skilin eftir,“ segir meðal annars um verkefnið í bókun meirihlutans. Meðal þess sem felist í verkefninu sé bygging þúsund íbúða á ári, þar af 80% meðfram borgarlínu. Áhersla sé á græna samgönguinnvið, vottuð græn hverfi, nýja samgöngumiðstöð, skógrækt og vísindagarða svo fátt eitt sé nefnt. „ Í græna planinu verður einnig unnið gegn fátækt, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað, stutt við börn í viðkvæmri stöðu strax og byggt fyrir hópa sem á þurfa að halda – en umfram allt: skapað samfélag þar sem allir einstaklingar geta vaxið og dafnað,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans. Vigdís Hauksdóttir, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði einnig fram bókun á fundinum þar sem hún lýsti vanþóknun sinni. „Enn ein glærusýningin um ekki neitt. Tíma borgarrás og fjölmargra embættismanna borgarinnar er mjög illa varið með því að sitja undir skýjaborgum borgarstjóra og meirihlutans. Verið er að beina sjónum frá raunverulegri stöðu Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á flótta frá raunveruleikanum og getur ekki horfst í augu við ástandið. Það er þeim um megn,“ segir í bókun Vigdísar. Þá sé „slegið í glærusýningu um bækling sem búið er að senda í hvert einasta hús í borginni og nágrannasveitarfélögum og þar að auki að kynna og setja á langar ræður um sama efni í borgarstjórn,“ eins og það er orðað í bókun Vigdísar sem vill meina að meirihlutinn átti sig ekki á þeim raunveruleika sem blasi við. „Reykjavíkurborg rambar á barmi gjaldþrots, atvinnuleysi eykst dag frá degi, sárafátækt þeirra sem verst standa er staðreynd, hjúkrunarheimili vantar, fyrirtæki eru flæmd í burtu úr borginni, listinn er ótæmandi. Í stað þess að horfast í augu við vandann er búin til smjörklípa sem kölluð er „græna planið“ til að forðast það að takast á við aðsteðjandi vandamál og rætt aftur og aftur og aftur,“ segir Vigdís sem telur Reykvíkinga eiga betra skilið.“‘ Hraðbraut samræmist ekki grænu plani að mati Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sem einnig er áheyrnarfulltrúi í borgarráði segir græna planið einungis líta vel út á blaði. „Það sem fer fyrir brjóstið á fulltrúa Flokks fólksins og fleirum varðandi þetta græna plan er skortur á samkvæmni. Að byggja hraðbraut við væntanlegan Vetrargarð, skipulagning vegar sem er stórfelld landníðsla, óafturkræf getur varla flokkast undir grænt plan,“ segir í bókun Kolbrúnar. Þá sakar hún meirihlutann um hræsni, borgaryfirvöld hafi gefið sig út fyrir að vera náttúruunnendur og með grænar áherslur en ætli sér engu að síður að „að sprengja fyrir hraðbraut á grænu svæði með fjölbreyttri náttúru og fuglalífi þegar við blasir önnur betri leið, að láta veginn liggja um Tónahvarf í Kópavogi. Þessi framkvæmd mun skerða framtíðarmöguleika þessa svæðis sem er einn besti útsýnisstaður í borginni enda einn sá hæsti,“ segir Kolbrún í bókuninni. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, gefa lítið fyrir „Græna planið“ svokallaða, sóknaráætlun Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur. Vigdís segir illa farið með tíma borgarráðs með umræðu um planið og Kolbrún segir planið líta vel út á blaði en verkefnið skorti samkvæmni. Græna planið var kynnt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn en í bókun meirihlutans frá fundinum segir að planið byggi á áherslum um umhverfislega-, félagslega- og efnahagslega sjálfbærni. „Meðal markmiða græna plansins er að kolefnishlutleysi Reykjavíkur verði náð, að grænn vöxtur stuðli að samkeppnishæfri borg sem laðar til sín fólk alls staðar að og græna umbreytingin sem framundan er verði byggð á réttlæti, sanngirni og þátttöku þar sem engin er skilin eftir,“ segir meðal annars um verkefnið í bókun meirihlutans. Meðal þess sem felist í verkefninu sé bygging þúsund íbúða á ári, þar af 80% meðfram borgarlínu. Áhersla sé á græna samgönguinnvið, vottuð græn hverfi, nýja samgöngumiðstöð, skógrækt og vísindagarða svo fátt eitt sé nefnt. „ Í græna planinu verður einnig unnið gegn fátækt, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað, stutt við börn í viðkvæmri stöðu strax og byggt fyrir hópa sem á þurfa að halda – en umfram allt: skapað samfélag þar sem allir einstaklingar geta vaxið og dafnað,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans. Vigdís Hauksdóttir, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði einnig fram bókun á fundinum þar sem hún lýsti vanþóknun sinni. „Enn ein glærusýningin um ekki neitt. Tíma borgarrás og fjölmargra embættismanna borgarinnar er mjög illa varið með því að sitja undir skýjaborgum borgarstjóra og meirihlutans. Verið er að beina sjónum frá raunverulegri stöðu Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á flótta frá raunveruleikanum og getur ekki horfst í augu við ástandið. Það er þeim um megn,“ segir í bókun Vigdísar. Þá sé „slegið í glærusýningu um bækling sem búið er að senda í hvert einasta hús í borginni og nágrannasveitarfélögum og þar að auki að kynna og setja á langar ræður um sama efni í borgarstjórn,“ eins og það er orðað í bókun Vigdísar sem vill meina að meirihlutinn átti sig ekki á þeim raunveruleika sem blasi við. „Reykjavíkurborg rambar á barmi gjaldþrots, atvinnuleysi eykst dag frá degi, sárafátækt þeirra sem verst standa er staðreynd, hjúkrunarheimili vantar, fyrirtæki eru flæmd í burtu úr borginni, listinn er ótæmandi. Í stað þess að horfast í augu við vandann er búin til smjörklípa sem kölluð er „græna planið“ til að forðast það að takast á við aðsteðjandi vandamál og rætt aftur og aftur og aftur,“ segir Vigdís sem telur Reykvíkinga eiga betra skilið.“‘ Hraðbraut samræmist ekki grænu plani að mati Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sem einnig er áheyrnarfulltrúi í borgarráði segir græna planið einungis líta vel út á blaði. „Það sem fer fyrir brjóstið á fulltrúa Flokks fólksins og fleirum varðandi þetta græna plan er skortur á samkvæmni. Að byggja hraðbraut við væntanlegan Vetrargarð, skipulagning vegar sem er stórfelld landníðsla, óafturkræf getur varla flokkast undir grænt plan,“ segir í bókun Kolbrúnar. Þá sakar hún meirihlutann um hræsni, borgaryfirvöld hafi gefið sig út fyrir að vera náttúruunnendur og með grænar áherslur en ætli sér engu að síður að „að sprengja fyrir hraðbraut á grænu svæði með fjölbreyttri náttúru og fuglalífi þegar við blasir önnur betri leið, að láta veginn liggja um Tónahvarf í Kópavogi. Þessi framkvæmd mun skerða framtíðarmöguleika þessa svæðis sem er einn besti útsýnisstaður í borginni enda einn sá hæsti,“ segir Kolbrún í bókuninni.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira