Gestir sátu að drykkju einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2020 07:21 Lögregla hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Lögregla hafði verið að sinna veikum manni við veitingastaðinn þegar hún kom auga á fólk sitja að drykkju inni á staðnum. Var rætt við starfsmann veitingastaðarins varðandi brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, en samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum ber veitingastöðum með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsmanninum var tilkynnt að skýrsla yrði rituð um málið. Skömmu fyrir miðnætti þurfti lögregla aftur að hafa afskipti af veitingastað, en þá í Breiðholti. Menn sem komu inn á staðinn höfðu kýlt starfsmann í andlitið en að því er fram kemur í dagbók lögreglu er ekki vitað hverjir gerendur eru. Annar maður var svo handtekinn í Breiðholti um miðnætti, grunaður um húsbrot og eignaspjöll og var hann vistaður í fangageymslu. Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll á tólfta tímanum og var sextán ára unglingur handtekinn á vettvangi. Sá er grunaður um brotinn sem og vörslu fíkniefna, en málið var afgreið með aðkomu Barnaverndar og foreldra unglingsins. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna ýmissa brota.Vísir/Vilhelm Náði myndum þegar ökumaðurinn keyrði burt Ökumaður, sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, er sagður hafa ekið af vettvangi strax eftir slysið. Hinn ökumaðurinn sem lenti í óhappinu náði þó myndum af bifreiðinni og er málið nú til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum ökumönnum vegna fíkniefnaakstur. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Nóatún þar sem ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda sem og fíkniefnaakstur. Tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Miklubraut grunaður um sömu brot, ásamt því að hafa haft fíkniefni meðferðis, og sá þriðji stöðvaður rétt fyrir klukkan tíu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á níunda tímanum var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann einnig grunaður um sölu fíkniefna, brot á lyfjalögum sem og vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, en báðum var sleppt eftir vinnslu málsins. Klukkan hálf fimm í nótt var fimmti ökumaðurinn stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni, sem reyndist jafnframt ótryggð. Lögregla hafði einnig eftirlit með hraðakstri í gærkvöldi og í nótt og var einn stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn voru stöðvaðir við hraðamælingar á Vesturlandsvegi og í Ártúnsbrekku og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Lögregla hafði verið að sinna veikum manni við veitingastaðinn þegar hún kom auga á fólk sitja að drykkju inni á staðnum. Var rætt við starfsmann veitingastaðarins varðandi brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, en samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum ber veitingastöðum með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsmanninum var tilkynnt að skýrsla yrði rituð um málið. Skömmu fyrir miðnætti þurfti lögregla aftur að hafa afskipti af veitingastað, en þá í Breiðholti. Menn sem komu inn á staðinn höfðu kýlt starfsmann í andlitið en að því er fram kemur í dagbók lögreglu er ekki vitað hverjir gerendur eru. Annar maður var svo handtekinn í Breiðholti um miðnætti, grunaður um húsbrot og eignaspjöll og var hann vistaður í fangageymslu. Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll á tólfta tímanum og var sextán ára unglingur handtekinn á vettvangi. Sá er grunaður um brotinn sem og vörslu fíkniefna, en málið var afgreið með aðkomu Barnaverndar og foreldra unglingsins. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna ýmissa brota.Vísir/Vilhelm Náði myndum þegar ökumaðurinn keyrði burt Ökumaður, sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, er sagður hafa ekið af vettvangi strax eftir slysið. Hinn ökumaðurinn sem lenti í óhappinu náði þó myndum af bifreiðinni og er málið nú til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum ökumönnum vegna fíkniefnaakstur. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Nóatún þar sem ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda sem og fíkniefnaakstur. Tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Miklubraut grunaður um sömu brot, ásamt því að hafa haft fíkniefni meðferðis, og sá þriðji stöðvaður rétt fyrir klukkan tíu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á níunda tímanum var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann einnig grunaður um sölu fíkniefna, brot á lyfjalögum sem og vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, en báðum var sleppt eftir vinnslu málsins. Klukkan hálf fimm í nótt var fimmti ökumaðurinn stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni, sem reyndist jafnframt ótryggð. Lögregla hafði einnig eftirlit með hraðakstri í gærkvöldi og í nótt og var einn stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn voru stöðvaðir við hraðamælingar á Vesturlandsvegi og í Ártúnsbrekku og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira